Kaleo á ferð og flugi um Bandaríkin Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. maí 2015 09:15 Hér er Kaleo að leika ljúfa tóna á trjádrumbi í Nýju Mexíkó í aprílmánuði. Félagarnir voru að keyra í gegnum Bandaríkin og sáu þennan fallega trjádrumb og vildu ólmir taka lagið á honum. Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira