Haftalosun í þremur liðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 07:00 Mikil gleði ríkti hjá oddvitum ríkisstjórnarinnar og starfsfólki ráðuneytanna eftir kynninguna í gær. VÍSIR/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári. Gjaldeyrishöft Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira