Fagnar afmælinu með Sólinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. júní 2015 10:00 Halldór Gylfason ætlar að halda tónleika í júní með sínum eigin lögum. Vísir/valli Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“ Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira