Skálmaldarbræður býtta á græjum Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júní 2015 10:00 Bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir skiptast á hljóðfærum í kvöld. Vísir/GVA „Við bræðurnir þurfum að skiptast á græjum, það er skemmtilegt að það skuli gerast á sama kvöldinu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann og bróðir hans, Baldur Ragnarsson, einnig úr Skálmöld, bregða út af vananum þegar þeir koma fram hvor á sínum heiðurstónleikunum til að leika „cover-lög“. Bibbi ætlar að taka af sér bassann sem hann plokkar í Skálmöld og setja upp Gibson Explorer-gítar í eigu bróður síns og leika Metallica-lög. Á meðan fær Baldur lánaðan Gibson Les Paul frá bróður sínum til að leika Clash-lög. Bibbi kemur fram með Metallica-heiðurssveitinni Melrökkum, sem skipuð er miklum kanónum úr tónlistarheiminum, í kvöld á Gauknum þar sem Metallica platan Kill ‘Em All verður leikin. Baldur kemur fram með hljómsveit, sem einnig er skipuð kanónum úr tónlistarheiminum, sem ætla að leika þekktustu lög The Clash á Græna hattinum í kvöld. Bræðurnir eru lítt þekktir fyrir það að leika svokölluð „cover-lög“ heldur fyrir að vera saman í Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. „Við höfum hvorugur komið nálægt því að spila cover-lög í ansi mörg ár,“ segir Baldur og bætir við að þegar boð um að spila í tökulagasveit sem leikur lög eftirlætishljómsveita sé lítið annað í boði en að stökkva á vagninn. „Við erum búnir að æfa meira en Skálmöld hefur gert síðustu tvö árin. Við erum gríðarlegir félagar, bandið brjálæðislega gott þannig að þetta er hrikalega skemmtilegt,“ segir Bibbi og bætir Baldur við; „Við höfum alveg rosalega gaman af að spila þessa Clash tónlist og hún steinliggur alveg.“ Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Sjá meira
„Við bræðurnir þurfum að skiptast á græjum, það er skemmtilegt að það skuli gerast á sama kvöldinu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann og bróðir hans, Baldur Ragnarsson, einnig úr Skálmöld, bregða út af vananum þegar þeir koma fram hvor á sínum heiðurstónleikunum til að leika „cover-lög“. Bibbi ætlar að taka af sér bassann sem hann plokkar í Skálmöld og setja upp Gibson Explorer-gítar í eigu bróður síns og leika Metallica-lög. Á meðan fær Baldur lánaðan Gibson Les Paul frá bróður sínum til að leika Clash-lög. Bibbi kemur fram með Metallica-heiðurssveitinni Melrökkum, sem skipuð er miklum kanónum úr tónlistarheiminum, í kvöld á Gauknum þar sem Metallica platan Kill ‘Em All verður leikin. Baldur kemur fram með hljómsveit, sem einnig er skipuð kanónum úr tónlistarheiminum, sem ætla að leika þekktustu lög The Clash á Græna hattinum í kvöld. Bræðurnir eru lítt þekktir fyrir það að leika svokölluð „cover-lög“ heldur fyrir að vera saman í Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. „Við höfum hvorugur komið nálægt því að spila cover-lög í ansi mörg ár,“ segir Baldur og bætir við að þegar boð um að spila í tökulagasveit sem leikur lög eftirlætishljómsveita sé lítið annað í boði en að stökkva á vagninn. „Við erum búnir að æfa meira en Skálmöld hefur gert síðustu tvö árin. Við erum gríðarlegir félagar, bandið brjálæðislega gott þannig að þetta er hrikalega skemmtilegt,“ segir Bibbi og bætir Baldur við; „Við höfum alveg rosalega gaman af að spila þessa Clash tónlist og hún steinliggur alveg.“ Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Sjá meira