Óhentugt fyrir tvo að dýrka sömu stúlkuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 11:45 Elvar Logi og Jón Sigurður hafa ritað nýja og fjörlega fóstbræðrasögu sem nefnist Bíldudalsbingó. Í baksýn sést fjallið Bylta. Mynd/Aðsend „Við rifjum upp ýmis atvik frá okkar æskudögum á Bíldudal. Efnið er fjörlegt en svo kemur alvara og viss heimspeki inn á milli,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um innihald bókarinnar Bíldudalsbingó sem hann og Elvar Logi Hannesson hafa skrifað saman. Sem dæmi um alvarleika nefnir hann hálfgerðan ástarþríhyrning sem upp kemur hjá þeim á unglingsárunum. „Við komumst að því að í fótboltanum er mjög þægilegt fyrir tvo að dýrka sama liðið en í ástamálunum er afar óhentugt að dýrka sömu stúlkuna,“ útskýrir hann. Þeir félagar lásu upp úr nýju bókinni af innlifun á Sólon í Bankastræti síðasta miðvikudagskvöld og áheyrendur skemmtu sér hið besta. Tilþrif þeirra tveggja í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum að Dalbraut 13, frasar úr Áramótaskaupum sjónvarpsins á 9. áratugnum og vandræði við afgreiðslu á dömubindum gegnum lúgu á Jónsbúð lifnuðu þar við. En athygli vakti að þessir vestfirsku drengir minntust ekkert á sjóinn. Voru þeir aldrei að sniglast á bryggjunni eða stelast út á fjörð? „Nei, við höfðum kaupmennsku í genunum en vorum handónýtir verkamenn til sjós og lands. Alveg handónýtir. Í bókinni er því lýst þegar við fórum á vörubíl að ná í hey í næsta fjörð, þar vorum við að tuskast uppi á hlassinu og Logi hrataði niður. Þá voru nokkrar sekúndur – mjög langar – sem ég taldi vin minn dauðan, að minnsta kosti lamaðan. Fullorðinn maður sem með okkur var hafði ekki húmor fyrir svona kæruleysi og húðskammaði Loga.“ Jón Sigurður segir þá fóstbræður oft hafa gripið til þessara frásagna úr æsku sinni áður, hvor í sínu lagi. „Ég er kennari á Spáni og það er alveg sama hvort krakkarnir eru fjögurra ára eða komnir á fermingaraldur, allir dýrka að heyra sögur frá Bíldudal. Þannig að við Logi fórum að velta fyrir okkur hvaða sögur við ættum að gefa út. Mesta kúnstin var að finna rammann utan um efnið en við erum ánægðir með lendinguna. Þar kemur mannfræðingurinn Gúgúl til sögunnar. Hann er að rannsaka B-13 genið sem útskýrir það heilkenni Bílddælinga að vera börn fram eftir öllum aldri. Hann notar okkur Loga sem heimildarmenn og fær allar prakkarasögurnar. Bókin sem átti að verða alvarleg, akademísk rannsóknarskýrsla endar því á því að verða bara sprell. Það tekur mjög á mannfræðinginn.“ Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við rifjum upp ýmis atvik frá okkar æskudögum á Bíldudal. Efnið er fjörlegt en svo kemur alvara og viss heimspeki inn á milli,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um innihald bókarinnar Bíldudalsbingó sem hann og Elvar Logi Hannesson hafa skrifað saman. Sem dæmi um alvarleika nefnir hann hálfgerðan ástarþríhyrning sem upp kemur hjá þeim á unglingsárunum. „Við komumst að því að í fótboltanum er mjög þægilegt fyrir tvo að dýrka sama liðið en í ástamálunum er afar óhentugt að dýrka sömu stúlkuna,“ útskýrir hann. Þeir félagar lásu upp úr nýju bókinni af innlifun á Sólon í Bankastræti síðasta miðvikudagskvöld og áheyrendur skemmtu sér hið besta. Tilþrif þeirra tveggja í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum að Dalbraut 13, frasar úr Áramótaskaupum sjónvarpsins á 9. áratugnum og vandræði við afgreiðslu á dömubindum gegnum lúgu á Jónsbúð lifnuðu þar við. En athygli vakti að þessir vestfirsku drengir minntust ekkert á sjóinn. Voru þeir aldrei að sniglast á bryggjunni eða stelast út á fjörð? „Nei, við höfðum kaupmennsku í genunum en vorum handónýtir verkamenn til sjós og lands. Alveg handónýtir. Í bókinni er því lýst þegar við fórum á vörubíl að ná í hey í næsta fjörð, þar vorum við að tuskast uppi á hlassinu og Logi hrataði niður. Þá voru nokkrar sekúndur – mjög langar – sem ég taldi vin minn dauðan, að minnsta kosti lamaðan. Fullorðinn maður sem með okkur var hafði ekki húmor fyrir svona kæruleysi og húðskammaði Loga.“ Jón Sigurður segir þá fóstbræður oft hafa gripið til þessara frásagna úr æsku sinni áður, hvor í sínu lagi. „Ég er kennari á Spáni og það er alveg sama hvort krakkarnir eru fjögurra ára eða komnir á fermingaraldur, allir dýrka að heyra sögur frá Bíldudal. Þannig að við Logi fórum að velta fyrir okkur hvaða sögur við ættum að gefa út. Mesta kúnstin var að finna rammann utan um efnið en við erum ánægðir með lendinguna. Þar kemur mannfræðingurinn Gúgúl til sögunnar. Hann er að rannsaka B-13 genið sem útskýrir það heilkenni Bílddælinga að vera börn fram eftir öllum aldri. Hann notar okkur Loga sem heimildarmenn og fær allar prakkarasögurnar. Bókin sem átti að verða alvarleg, akademísk rannsóknarskýrsla endar því á því að verða bara sprell. Það tekur mjög á mannfræðinginn.“
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp