Ungt listafólk í Kópavogi sýnir afrakstur sumarsins Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2015 12:00 Inga Friðjónsdóttir umsjónarkona hjá skapandi sumarstörfum í Kópavogi segir lokahátíðina í kvöld vera einstakt tækifæri fyrir unga listamenn til þess að njóta sín. Vísir/Pjetur Í kvöld verður haldin lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skapandi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmaður í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mismunandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistaratriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starfið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahátíðina hefur í raun verið í undirbúningi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýningarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönnum tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíðina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustígum og myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í kvöld verður haldin lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skapandi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmaður í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mismunandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistaratriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starfið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahátíðina hefur í raun verið í undirbúningi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýningarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönnum tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíðina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustígum og myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp