Birta að brjótast gegnum ský blandast eilífri heimþrá Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 11:15 Mér finnst seiglan einkennandi fyrir Íslendinga, enda er Seigla titill einnar myndarinnar,“ segir Ragna. Vísir/GVA „Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira