Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Þjóðverjar um næstu helgi.
Aron hefur þar með fækkað um þrjá í landsliðshópnum en þeir Hreiðar Levý Guðmundsson, Bjarki Már Elísson og Guðmundur Árni Ólafsson verða ekki meira með landsliðinu að þessu sinni.
Strákarnir fara í fyrramálið til Þýskalands og leika þar tvo vináttulandsleiki við Þjóðverja. Fyrri leikurinn er á laugardag kl.14 í Kassel og sá síðar í Hannover á sunnudag einnig kl. 14.
Aron valdi átján manna hóp en sautján af þeim munu síðan fara á Evrópumótið í Póllandi sem hefst í lok næstu viku.
Íslenski hópurinn:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein Neckar Löwen
Arnór Atlason, St. Rafael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarsson, MKB Veszprém KC
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona
Guðmundur Hólmar Helgason, Valur
Kári Kristján Kristjánsson, IBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein Neckar Löwen
Tandri Már Konráðsson, Ricoh
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS
Aron búinn að velja þá átján sem fara til Þýskalands
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

