Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2016 19:09 Tími Rafael Benitez er liðinn. Vísir/Getty Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010. Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010.
Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira