Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors urðu NBA-meistarar í júní, fyrstu titill félagsins í fjóra áratugi, og fylgdu því eftir með því að vinna 24 fyrstu leiki tímabilsins og setja nýtt met.
Stephen Curry var valinn besti leikmaður síðasta tímabils en hann slakaði ekki á við að fá þau verðlaun og hefur gert enn betur það sem af er þessu tímabili. Fyrir vikið hefur Golden State aðeins styrkt stöðu sína sem besta körfuboltalið heims.
Fulltrúar NBA hafa tekið saman nokkra tilþrifapakka frá árinu 2015 en ólíkt flestum öðrum íþróttadeildum þá er spilað bæði á Gamlársdag og á Nýársdag í NBA-deildinni.
Hér fyrir neðan má meðal annars sjá hundrað flottustu tilþrif ársins úr NBA-deildinni 2015 en einnig flottustu troðslurnar og stærstu körfurnar. Þá má ekki gleyma leikmanni ársins, Stephen Curry, sem fær líka tilþrifapakka einn og sér.