Lög brotin á öldruðum og öryrkjum! Björgvin Guðmundsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum á lögum samkvæmt að hækka í samræmi við launaþróun. Eftir þessu hefur núverandi ríkisstjórn ekki farið. Ég tel, að lög hafi verið brotin á lífeyrisþegum. Lítum á staðreyndir málsins: Lágmarkslaun hækkuðu sl. ár um 14,5% (1. maí) en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%! Hér vantar 11,5 prósentustig. Ef litið er á hækkun annarra launa vantar meira, þar eð önnur laun hækkuðu miklu meira; t.d. fékk fiskvinnslufólk 30% hækkun byrjunarlauna, nýlæknar 25% hækkun og kennarar og blaðamenn fengu meiri hækkun en verkafólk.Skuld ríkisstjórnarinnarNú hefur verkafólk og aðrir launþegar samið um launahækkun yfirstandandi árs: Laun hækka um 6,2% strax frá áramótum. Þetta þýðir að laun hækka samanlagt um 20,7% árin 2015 og 2016 en lífeyrir hækkar aðeins um 12,7% bæði árin. Hér vantar átta prósentustig. Auk þess ber að taka með í reikninginn, að verkafólk fékk 14,5 prósenta launahækkunina frá 1. maí en lífeyrisþegar ekki fyrr en um áramót. Allir aðrir fengu afturvirkar launahækkanir. Ríkisstjórnin skuldar því lífeyrisþegum nú átta prósenta hækkun lífeyris og uppbót fyrir tímabilið 1. maí sl. til áramóta. Auk þess skulda stjórnarflokkarnir öldruðum 20 prósenta hækkun lífeyris vegna kjaragliðnunar 2009-2013.Áfram níðst á lífeyrisþegumEf einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja strax frá áramótum með því að hækka lífeyrinn um átta prósent til viðbótar þessum 9,7 prósentum og gert upp við lífeyrisþega uppbót fyrir tímabilið 1. maí til 31. desember 2015. En ríkisstjórnin ætlar áfram að níðast á lífeyrisþegum og velur þann kost að berja sér á brjóst og tala um að hún hafi unnið mikil afrek í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja! Lífeyrisþegar geta ekki látið valta yfir sig endalaust. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum á lögum samkvæmt að hækka í samræmi við launaþróun. Eftir þessu hefur núverandi ríkisstjórn ekki farið. Ég tel, að lög hafi verið brotin á lífeyrisþegum. Lítum á staðreyndir málsins: Lágmarkslaun hækkuðu sl. ár um 14,5% (1. maí) en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%! Hér vantar 11,5 prósentustig. Ef litið er á hækkun annarra launa vantar meira, þar eð önnur laun hækkuðu miklu meira; t.d. fékk fiskvinnslufólk 30% hækkun byrjunarlauna, nýlæknar 25% hækkun og kennarar og blaðamenn fengu meiri hækkun en verkafólk.Skuld ríkisstjórnarinnarNú hefur verkafólk og aðrir launþegar samið um launahækkun yfirstandandi árs: Laun hækka um 6,2% strax frá áramótum. Þetta þýðir að laun hækka samanlagt um 20,7% árin 2015 og 2016 en lífeyrir hækkar aðeins um 12,7% bæði árin. Hér vantar átta prósentustig. Auk þess ber að taka með í reikninginn, að verkafólk fékk 14,5 prósenta launahækkunina frá 1. maí en lífeyrisþegar ekki fyrr en um áramót. Allir aðrir fengu afturvirkar launahækkanir. Ríkisstjórnin skuldar því lífeyrisþegum nú átta prósenta hækkun lífeyris og uppbót fyrir tímabilið 1. maí sl. til áramóta. Auk þess skulda stjórnarflokkarnir öldruðum 20 prósenta hækkun lífeyris vegna kjaragliðnunar 2009-2013.Áfram níðst á lífeyrisþegumEf einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja strax frá áramótum með því að hækka lífeyrinn um átta prósent til viðbótar þessum 9,7 prósentum og gert upp við lífeyrisþega uppbót fyrir tímabilið 1. maí til 31. desember 2015. En ríkisstjórnin ætlar áfram að níðast á lífeyrisþegum og velur þann kost að berja sér á brjóst og tala um að hún hafi unnið mikil afrek í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja! Lífeyrisþegar geta ekki látið valta yfir sig endalaust. Það er nóg komið.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun