Dómsmálaráðherra segir af sér í mótmælaskyni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Christiane Taubira tilkynnti um afsögn sína á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti. Taubira er ekki par hrifin af áformum ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin um sviptinguna kom fram í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á París í nóvember. Frá árásunum hafa frjálslynd viðhorf Taubira orðið til þess að hún varð ósammála stefnu ríkisstjórnarinnar í meiri mæli, sérstaklega þegar François Hollande forseti sagði að harðar yrði tekið á hryðjuverkamönnum og lýsti yfir neyðarástandi. Á næstu dögum verða einnig lagðar fyrir þingið breytingartillögur á stjórnarskránni. Breytingarnar miða að því að einfaldara yrði að lýsa yfir neyðarástandi. Við neyðarástand fær lögregla lausan tauminn til að halda fólki í stofufangelsi og fara í húsleit án heimilda frá dómstólum. Við af Taubira tekur þingmaðurinn Jean-Jacques Urvoas. Hann er fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum og hefur aðstoðað Hollande við smíð þeirra. Embættisstörf Taubira mörkuðust af frjálslyndum viðmiðum og fylgdi hún meðal annars eftir löggjöf um hjónavígslur samkynja para. Þá barðist hún einnig fyrir umbótum á starfi lögreglu sem og dómskerfisins alls. Kynþáttafordómar flokks- og stuðningsmanna þjóðernishyggjuflokksins Þjóðfylkingarinnar, sem á tvö sæti í neðri deild franska þingsins, settu einnig svip á valdatíð hennar í dómsmálaráðuneytinu. Taubira er fædd í Frönsku Gvæjana og er einn reyndasti stjórnmálamaður Frakka. Svo dæmi séu nefnd um kynþáttafordóma gegn Taubira líkti sveitarstjórnarframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar henni við apa í fyrra. Þá veifuðu gestir eitt sinn banönum að henni á kappræðum. „Stundum felst andstaða í því að halda áfram, stundum felst andstaða í því að hætta,“ sagði Taubira um tímamótin í gær.Franska blaðið Minute birti fmynd af Taubira með fyrirsögninni „Lævís sem api finnur Taubira bananann sinn“.Nordicphotos/AFP Franska Gvæjana Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti. Taubira er ekki par hrifin af áformum ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin um sviptinguna kom fram í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á París í nóvember. Frá árásunum hafa frjálslynd viðhorf Taubira orðið til þess að hún varð ósammála stefnu ríkisstjórnarinnar í meiri mæli, sérstaklega þegar François Hollande forseti sagði að harðar yrði tekið á hryðjuverkamönnum og lýsti yfir neyðarástandi. Á næstu dögum verða einnig lagðar fyrir þingið breytingartillögur á stjórnarskránni. Breytingarnar miða að því að einfaldara yrði að lýsa yfir neyðarástandi. Við neyðarástand fær lögregla lausan tauminn til að halda fólki í stofufangelsi og fara í húsleit án heimilda frá dómstólum. Við af Taubira tekur þingmaðurinn Jean-Jacques Urvoas. Hann er fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum og hefur aðstoðað Hollande við smíð þeirra. Embættisstörf Taubira mörkuðust af frjálslyndum viðmiðum og fylgdi hún meðal annars eftir löggjöf um hjónavígslur samkynja para. Þá barðist hún einnig fyrir umbótum á starfi lögreglu sem og dómskerfisins alls. Kynþáttafordómar flokks- og stuðningsmanna þjóðernishyggjuflokksins Þjóðfylkingarinnar, sem á tvö sæti í neðri deild franska þingsins, settu einnig svip á valdatíð hennar í dómsmálaráðuneytinu. Taubira er fædd í Frönsku Gvæjana og er einn reyndasti stjórnmálamaður Frakka. Svo dæmi séu nefnd um kynþáttafordóma gegn Taubira líkti sveitarstjórnarframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar henni við apa í fyrra. Þá veifuðu gestir eitt sinn banönum að henni á kappræðum. „Stundum felst andstaða í því að halda áfram, stundum felst andstaða í því að hætta,“ sagði Taubira um tímamótin í gær.Franska blaðið Minute birti fmynd af Taubira með fyrirsögninni „Lævís sem api finnur Taubira bananann sinn“.Nordicphotos/AFP
Franska Gvæjana Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira