Aron hættir með landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 12:00 Aron Kristjánsson. Vísir Aron Kristjánsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag en aðeins rúmt hálft ár er síðan að Aron skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ. „Í gær áttum við fund við Aron. Í samningi okkar sem var til 2017 var heimild til uppsagnar fyrir 1. mars í ár," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannfundinum í dag þar sem kom fram að Aron væri hættur með liðið. Það var aftur á móti Aron sem nýtti sér uppsagnarákvæðið sjálfur. „Fullt samkomulag á milli okkar um þessa tilhögun. Aron kominn að leiðarlokum núna en allt gert í góðu samkomulagi,“ segir Guðmundur. Ísland féll úr leik á Evrópumeistaramótinu í Póllandi á þriðjudag eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu. Ísland fékk 76 mörk á sig í leikjunum tveimur.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þetta er í fyrsta sinn síðan á EM 2004 að Ísland kemst ekki áfram í milliriðlakeppnina en eftir sigur á Noregi í fyrsta leik í Póllandi stóðu vonir til að Ísland gæti náð langt í mótinu. Yfirlýst markmið Íslands á EM í Póllandi var að koma liðinu í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó en það tókst ekki. Ísland verður því ekki með handboltalið á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan á ÓL 2000.Vísir5. sæti á EM 2014 Aron var ráðinn landsliðsþjálfari í ágúst 2012, stuttu eftir að Ísland keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Liðið lék þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Ungverjalandi.Sjá einnig: Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Besti árangurs Arons kom á Evrópumeistaramótinu í Danmörku árið 2014. Þar hafnaði Ísland í fimmta sæti. Ísland keppti einnig á tveimur heimsmeistarakeppnum undir stjórn Arons en féll í bæði skiptin úr leik í 16-liða úrslitunum.Sjá einnig: Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Aron var þjálfari Hauka á fyrsta ári sínu sem landlsliðsþjálfari og stýrði einnig danska liðinu KIF Kolding Köbenhavn um tíma og gerði liðið að dönskum meisturum árin 2014 og 2015.VísirHM 2017 næsta stóra verkefnið Upphaflegur samningur Arons við HSÍ var til 2015 en í júní á síðasta ári gerði HSÍ nýjan tveggja ára samning við Aron, sem nú hefur verið riftur. Gunnar Magnússon hefur verið aðstoðarmaður Arons frá fyrsta degi en Ólafur Stefánsson bættist í þjálfarateymið síðastliðið vor. Fyrsta stóra verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að koma Íslandi á HM 2017 í Frakklandi. Undankeppnin fer fram í júní en enn liggur ekki fyrir hver andstæðingur Íslands verður. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16 Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46 Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Aron Kristjánsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag en aðeins rúmt hálft ár er síðan að Aron skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ. „Í gær áttum við fund við Aron. Í samningi okkar sem var til 2017 var heimild til uppsagnar fyrir 1. mars í ár," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannfundinum í dag þar sem kom fram að Aron væri hættur með liðið. Það var aftur á móti Aron sem nýtti sér uppsagnarákvæðið sjálfur. „Fullt samkomulag á milli okkar um þessa tilhögun. Aron kominn að leiðarlokum núna en allt gert í góðu samkomulagi,“ segir Guðmundur. Ísland féll úr leik á Evrópumeistaramótinu í Póllandi á þriðjudag eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu. Ísland fékk 76 mörk á sig í leikjunum tveimur.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þetta er í fyrsta sinn síðan á EM 2004 að Ísland kemst ekki áfram í milliriðlakeppnina en eftir sigur á Noregi í fyrsta leik í Póllandi stóðu vonir til að Ísland gæti náð langt í mótinu. Yfirlýst markmið Íslands á EM í Póllandi var að koma liðinu í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó en það tókst ekki. Ísland verður því ekki með handboltalið á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan á ÓL 2000.Vísir5. sæti á EM 2014 Aron var ráðinn landsliðsþjálfari í ágúst 2012, stuttu eftir að Ísland keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Liðið lék þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Ungverjalandi.Sjá einnig: Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Besti árangurs Arons kom á Evrópumeistaramótinu í Danmörku árið 2014. Þar hafnaði Ísland í fimmta sæti. Ísland keppti einnig á tveimur heimsmeistarakeppnum undir stjórn Arons en féll í bæði skiptin úr leik í 16-liða úrslitunum.Sjá einnig: Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Aron var þjálfari Hauka á fyrsta ári sínu sem landlsliðsþjálfari og stýrði einnig danska liðinu KIF Kolding Köbenhavn um tíma og gerði liðið að dönskum meisturum árin 2014 og 2015.VísirHM 2017 næsta stóra verkefnið Upphaflegur samningur Arons við HSÍ var til 2015 en í júní á síðasta ári gerði HSÍ nýjan tveggja ára samning við Aron, sem nú hefur verið riftur. Gunnar Magnússon hefur verið aðstoðarmaður Arons frá fyrsta degi en Ólafur Stefánsson bættist í þjálfarateymið síðastliðið vor. Fyrsta stóra verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að koma Íslandi á HM 2017 í Frakklandi. Undankeppnin fer fram í júní en enn liggur ekki fyrir hver andstæðingur Íslands verður.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16 Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46 Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16
Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46
Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38
Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti