McGregor um Jesú: Allt í góðu á milli okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 13:00 McGregor var að venju brosmildur á fundinum. Vísir/Getty Conor McGregor var samur við sig á blaðamannafundi UFC í Las Vegas í gær. Þar var bardagi hans gegn Rafael Dos Anjos kynntur en þeir munu berjast um UFC-titilinn í léttvigt í mars. McGregor er ríkjandi meistari í fjaðurvigt eftir að hann rotaði Jose Aldo eftir aðeins nokkrar sekúndur í desember. Gunnar Nelson barðist þetta sama kvöld en tapaði þá fyrir Demian Maia.Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum „Ég mun klára hann á fyrstu mínútunni,“ sagði McGregor á fundinum og sagði að Dos Anjos væri hægari útgáfa af Aldo. „Hann er rónaútgáfan af Aldo. Ég mun draga höfuð hans í gegnum stræti Rio de Janeiro. Það verður skrúðganga og þjóðarhátíð í Brasilíu.“Dana White á milli þeirra Dos Anjos og McGregor.Vísir/GettyMcGregor gerði lítið úr þeirri staðreynd að Dos Anjos hafi flutt frá Brasilíu til Bandaríkjanna og sakaði hann um að hafa yfirgefið heimaland sitt. Ólíkt Aldo sem getur snúið aftur til Brasilíu sem hetja þrátt fyrir tapið gegn McGregor. „Við erum að senda Rafael í fjögurra daga fjölmiðlaferð til Brasilíu og við verðum að bóka hótel fyrir hann. Það þarf að bóka fyrir hann hótel í hans eigin landi. Honum verður aldrei tekið sem þjóðhetju því hann flúði Brasilíu.“Sjá einnig: Conor berst um léttvigtartitilinn í mars McGregor skammaði svo forráðamenn UFC fyrir að setja andlit Dos Anjos á sömu auglýsingu og hann. Síðasti bardagi McGregor hafi þénað 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir UFC en Dos Anjos hafi barist í opinni dagskrá.Dos Anjos neitaði að taka í hönd McGregor.Vísir/GettyÞá var hann óhræddur við að bera sig saman við guði. „Ég og Jesús erum góðir. Það á við um alla guði. Guðir þekkja aðra guði.“Sjá einnig: Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni? Dos Anjos gaf lítið fyrir ummæli McGregor og neitaði að taka í hönd hans eftir blaðamannafundinn. „Ég ber virðingu fyrir andstæðingum mínum og segi sannleikann. Þann 5. mars mun ég senda þennan mann dapran heim til sín og mun halda beltinu mínu.“ MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Sjá meira
Conor McGregor var samur við sig á blaðamannafundi UFC í Las Vegas í gær. Þar var bardagi hans gegn Rafael Dos Anjos kynntur en þeir munu berjast um UFC-titilinn í léttvigt í mars. McGregor er ríkjandi meistari í fjaðurvigt eftir að hann rotaði Jose Aldo eftir aðeins nokkrar sekúndur í desember. Gunnar Nelson barðist þetta sama kvöld en tapaði þá fyrir Demian Maia.Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum „Ég mun klára hann á fyrstu mínútunni,“ sagði McGregor á fundinum og sagði að Dos Anjos væri hægari útgáfa af Aldo. „Hann er rónaútgáfan af Aldo. Ég mun draga höfuð hans í gegnum stræti Rio de Janeiro. Það verður skrúðganga og þjóðarhátíð í Brasilíu.“Dana White á milli þeirra Dos Anjos og McGregor.Vísir/GettyMcGregor gerði lítið úr þeirri staðreynd að Dos Anjos hafi flutt frá Brasilíu til Bandaríkjanna og sakaði hann um að hafa yfirgefið heimaland sitt. Ólíkt Aldo sem getur snúið aftur til Brasilíu sem hetja þrátt fyrir tapið gegn McGregor. „Við erum að senda Rafael í fjögurra daga fjölmiðlaferð til Brasilíu og við verðum að bóka hótel fyrir hann. Það þarf að bóka fyrir hann hótel í hans eigin landi. Honum verður aldrei tekið sem þjóðhetju því hann flúði Brasilíu.“Sjá einnig: Conor berst um léttvigtartitilinn í mars McGregor skammaði svo forráðamenn UFC fyrir að setja andlit Dos Anjos á sömu auglýsingu og hann. Síðasti bardagi McGregor hafi þénað 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir UFC en Dos Anjos hafi barist í opinni dagskrá.Dos Anjos neitaði að taka í hönd McGregor.Vísir/GettyÞá var hann óhræddur við að bera sig saman við guði. „Ég og Jesús erum góðir. Það á við um alla guði. Guðir þekkja aðra guði.“Sjá einnig: Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni? Dos Anjos gaf lítið fyrir ummæli McGregor og neitaði að taka í hönd hans eftir blaðamannafundinn. „Ég ber virðingu fyrir andstæðingum mínum og segi sannleikann. Þann 5. mars mun ég senda þennan mann dapran heim til sín og mun halda beltinu mínu.“
MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Sjá meira