Vefúlfar Ívar Halldórsson skrifar 1. febrúar 2016 09:43 Ég sit í sandkassanum í grenjandi rigningu, dúðaður upp fyrir haus, með gulu skófluna upp í mér. Sandurinn er bragðlaus en mér finnst skemmtilegt hljóðið inni í hausnum á mér þegar ég bít í hann. Leiðinlegi strákurinn í leikskólanum situr á móti mér og byrjar að öskra – öfundsjúkur út í mig, af því að ég er með gulu skófluna, á meðan hann situr uppi með þá bláu... Miðað við þau fjölmörgu sandkassastríð sem fara fram daglega neðanmáls á vefmiðlum hérlendis, væri kannski eðlilegra að kalla samskiptamiðla okkar „sandskiptamiðla“. Við sjáum viti borið og vel menntað fólk klæða sig úr jakkafötunum sínum og vinnugöllum; skella sér í pollagallana, setjast í samskipta-sandkassana og byrja að kasta drullukökum. Þessar manneskjur sem brostu við þér fyrr um daginn þegar það tók á móti barninu þínu í leikskólanum, setti fyllingu í tönnina á þér, héldu fyrirlestur í háskólanum þínum eða samþykktu yfirdráttinn í bankanum þínum, breytast í einhvers konar varúlfa - eða vefúlfa. Neðanmáls ýmissa greina á netinu má finna greni þessara vefúlfa. Þangað fara þeir í leit að bráð, þ.e. fólki til að hæðast að og hneykslast á. Kurteisi þeirra og virðing fyrir sálinni er oft af mjög skornum skammti og flest er látið vaða. Fólk sem er þá "öfugu megin" í umræðunni þarf oft að þola hæðni, uppnefni og niðurlægingu; og þá helst vegna þess að það hefur aðra skoðun en vefúlfunum finnst það eigi að fá að hafa. Aðferðafræði þessara vefvarga skil ég þó ekki, en hún er mjög órökrétt að mínu mati. Því að ef ég teldi mig hafa hina einu réttu skoðun í einhverri umræðunni og vildi að viðmælandi minn féllist á hana; væri þá gáfulegt af mér að gera lítið úr honum sem persónu og kalla hann hálfvita? Er líklegt að hann beri virðingu fyrir skoðunum mínum þegar ég er nýbúinn að niðurlægja hann opinberlega, nota fúkyrði og fullyrða að hann sé bleyjubarn eða greindarlaus geðsjúklingur? Heldur vel gefið fólk virkilega að þetta sé góð leið til að afla virðingar viðmælenda sinna og fá þá á sitt band? Ég las nú á dögunum athugasemdir á netinu frá virðulegum og hámenntuðum, heldri manni sem er á þeirri skoðun að trúleysið sé allra meina bót og kristin trú skaðleg heilsunni. Hann eins og aðrir hefur að sjálfsögðu rétt á að iðka sitt trúfrelsi, eða trúleysis-frelsi öllu heldur, og tjá sig um kosti vantrúar sinnar og þá hamingju sem hún færir honum. En þarna á opinberum vettvangi samskiptamiðlanna hafði umbreytingin átt sér stað. Hinn virðulegi menntamaður hafði tekið hamskiptum; breyst í ýlfrandi vefúlf og nú var öll virðing fyrir viðmælendum á bak og burt. Ef viðmælendur hans á netinu voru ekki sammála viðhorfum hans til vísinda og trúarbragða, voru þeir umsvifalaust stimplaðir trúbjánar og illa menntaðir heimskingjar. Mér fannst þessi umbreyting frá vel lærðum og þroskuðum manni, yfir í hrokafullan og orðljótan vefúlf afar sorgleg - mest þó hans vegna því að allt sem hann sagði endurspeglaði um leið líf hans utan „sandkassans“ þar sem facebook-mynd hans og nafn birtust við öll hans miður fallegu ummæli. Allar röksemdafærslur hans og skoðanir fuku út í veður og vind fyrir mér sem og fleirum, og þurftu aðvíkja fyrir hæðnislegum svörum hans og barnalegum upphrópunum. En þetta er því miður bara eitt dæmi af mörgum þar sem virðulegt og vel gefið fólk fórnar virðingu sinni á altari samskipamiðlanna til þess eins að fá útrás fyrir úlfinn í sjálfu sér. Það vill þá svo skemmtilega til að ég eins og reyndar margir aðrir, er trúaður - eða „trúbjáni“ eins og sumir myndu ekki hika við að kalla mig á netinu. Ég trúi á Guð. Mörgum trúleysingjum finnst að vísu heimskulegt að ég noti trúfrelsið mitt til að trúa. Þeim finnst yfirleitt skynsamlegra að maður noti trúfrelsið til að trúa ekki. Þeir virðast þá oft óttast um geðheilsu mína, og hyggja samkvæmt ummælum þeirra í minn garð, að trúin kunni að hafa valdið mér heilaskaða. Þrátt fyrir þennan „heilaskaða“ minn hef ég notið velgengni í lífinu. Ég fékk að útskrifast með háar einkunnir, mátti gifta mig, var treyst fyrir því að ala upp börn án inngripa yfirvalda, og stór fyrirtæki hérlendis og erlendis réðu mig til vinnu og treystu mér fyrir mikilli ábyrgð. Við fjölskyldan erum reyndar öll með þennan ekki-svo-sjaldgæfa „heilaskaða“ sem þó betur fer virðist ekki koma niður á daglegu lífi okkar. Á slíkum stundum, þegar þessir viðkvæmu vefúlfar, sem þekkja mig þó ekki neitt, fullyrða að ég sé heimskur eða heilaskaddaður vegna eigin trúarsannfæringa - án þess þó að sýna fram á úrskurð rannsókna útskrifaðra geðlækna á heilastarfsemi minni - fæ ég aftur sandbragð í munninn og hugsa til baka. ...ég er aftur staddur í sandkassanum í grenjandi rigningu með kjánalega lambúshettu og úlpuhettu yfir. Fyrir framan mig er leiðinlegi strákurinn í leikskólanum – þessi sem er alltaf að taka húfurnar af stelpunum, frussa út úr sér matnum í hádeginu og kallar alla kúkalabba. Ég vorkenndi honum alltaf fyrir að hafa ekki fengið betra uppeldi. „Af hverju má ég ekki leika með skófluna?“ spyr ég. „Af því þú ert kúkalabbi og táfýla!“, voru rökin sem ég fékk, ásamt horblautri drullusandköku í andlitið. Kannski verða sumir bara alltaf leikskólakrakkar. Eigum samskipti - ekki „sandskipti“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit í sandkassanum í grenjandi rigningu, dúðaður upp fyrir haus, með gulu skófluna upp í mér. Sandurinn er bragðlaus en mér finnst skemmtilegt hljóðið inni í hausnum á mér þegar ég bít í hann. Leiðinlegi strákurinn í leikskólanum situr á móti mér og byrjar að öskra – öfundsjúkur út í mig, af því að ég er með gulu skófluna, á meðan hann situr uppi með þá bláu... Miðað við þau fjölmörgu sandkassastríð sem fara fram daglega neðanmáls á vefmiðlum hérlendis, væri kannski eðlilegra að kalla samskiptamiðla okkar „sandskiptamiðla“. Við sjáum viti borið og vel menntað fólk klæða sig úr jakkafötunum sínum og vinnugöllum; skella sér í pollagallana, setjast í samskipta-sandkassana og byrja að kasta drullukökum. Þessar manneskjur sem brostu við þér fyrr um daginn þegar það tók á móti barninu þínu í leikskólanum, setti fyllingu í tönnina á þér, héldu fyrirlestur í háskólanum þínum eða samþykktu yfirdráttinn í bankanum þínum, breytast í einhvers konar varúlfa - eða vefúlfa. Neðanmáls ýmissa greina á netinu má finna greni þessara vefúlfa. Þangað fara þeir í leit að bráð, þ.e. fólki til að hæðast að og hneykslast á. Kurteisi þeirra og virðing fyrir sálinni er oft af mjög skornum skammti og flest er látið vaða. Fólk sem er þá "öfugu megin" í umræðunni þarf oft að þola hæðni, uppnefni og niðurlægingu; og þá helst vegna þess að það hefur aðra skoðun en vefúlfunum finnst það eigi að fá að hafa. Aðferðafræði þessara vefvarga skil ég þó ekki, en hún er mjög órökrétt að mínu mati. Því að ef ég teldi mig hafa hina einu réttu skoðun í einhverri umræðunni og vildi að viðmælandi minn féllist á hana; væri þá gáfulegt af mér að gera lítið úr honum sem persónu og kalla hann hálfvita? Er líklegt að hann beri virðingu fyrir skoðunum mínum þegar ég er nýbúinn að niðurlægja hann opinberlega, nota fúkyrði og fullyrða að hann sé bleyjubarn eða greindarlaus geðsjúklingur? Heldur vel gefið fólk virkilega að þetta sé góð leið til að afla virðingar viðmælenda sinna og fá þá á sitt band? Ég las nú á dögunum athugasemdir á netinu frá virðulegum og hámenntuðum, heldri manni sem er á þeirri skoðun að trúleysið sé allra meina bót og kristin trú skaðleg heilsunni. Hann eins og aðrir hefur að sjálfsögðu rétt á að iðka sitt trúfrelsi, eða trúleysis-frelsi öllu heldur, og tjá sig um kosti vantrúar sinnar og þá hamingju sem hún færir honum. En þarna á opinberum vettvangi samskiptamiðlanna hafði umbreytingin átt sér stað. Hinn virðulegi menntamaður hafði tekið hamskiptum; breyst í ýlfrandi vefúlf og nú var öll virðing fyrir viðmælendum á bak og burt. Ef viðmælendur hans á netinu voru ekki sammála viðhorfum hans til vísinda og trúarbragða, voru þeir umsvifalaust stimplaðir trúbjánar og illa menntaðir heimskingjar. Mér fannst þessi umbreyting frá vel lærðum og þroskuðum manni, yfir í hrokafullan og orðljótan vefúlf afar sorgleg - mest þó hans vegna því að allt sem hann sagði endurspeglaði um leið líf hans utan „sandkassans“ þar sem facebook-mynd hans og nafn birtust við öll hans miður fallegu ummæli. Allar röksemdafærslur hans og skoðanir fuku út í veður og vind fyrir mér sem og fleirum, og þurftu aðvíkja fyrir hæðnislegum svörum hans og barnalegum upphrópunum. En þetta er því miður bara eitt dæmi af mörgum þar sem virðulegt og vel gefið fólk fórnar virðingu sinni á altari samskipamiðlanna til þess eins að fá útrás fyrir úlfinn í sjálfu sér. Það vill þá svo skemmtilega til að ég eins og reyndar margir aðrir, er trúaður - eða „trúbjáni“ eins og sumir myndu ekki hika við að kalla mig á netinu. Ég trúi á Guð. Mörgum trúleysingjum finnst að vísu heimskulegt að ég noti trúfrelsið mitt til að trúa. Þeim finnst yfirleitt skynsamlegra að maður noti trúfrelsið til að trúa ekki. Þeir virðast þá oft óttast um geðheilsu mína, og hyggja samkvæmt ummælum þeirra í minn garð, að trúin kunni að hafa valdið mér heilaskaða. Þrátt fyrir þennan „heilaskaða“ minn hef ég notið velgengni í lífinu. Ég fékk að útskrifast með háar einkunnir, mátti gifta mig, var treyst fyrir því að ala upp börn án inngripa yfirvalda, og stór fyrirtæki hérlendis og erlendis réðu mig til vinnu og treystu mér fyrir mikilli ábyrgð. Við fjölskyldan erum reyndar öll með þennan ekki-svo-sjaldgæfa „heilaskaða“ sem þó betur fer virðist ekki koma niður á daglegu lífi okkar. Á slíkum stundum, þegar þessir viðkvæmu vefúlfar, sem þekkja mig þó ekki neitt, fullyrða að ég sé heimskur eða heilaskaddaður vegna eigin trúarsannfæringa - án þess þó að sýna fram á úrskurð rannsókna útskrifaðra geðlækna á heilastarfsemi minni - fæ ég aftur sandbragð í munninn og hugsa til baka. ...ég er aftur staddur í sandkassanum í grenjandi rigningu með kjánalega lambúshettu og úlpuhettu yfir. Fyrir framan mig er leiðinlegi strákurinn í leikskólanum – þessi sem er alltaf að taka húfurnar af stelpunum, frussa út úr sér matnum í hádeginu og kallar alla kúkalabba. Ég vorkenndi honum alltaf fyrir að hafa ekki fengið betra uppeldi. „Af hverju má ég ekki leika með skófluna?“ spyr ég. „Af því þú ert kúkalabbi og táfýla!“, voru rökin sem ég fékk, ásamt horblautri drullusandköku í andlitið. Kannski verða sumir bara alltaf leikskólakrakkar. Eigum samskipti - ekki „sandskipti“.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar