Hringadróttinssaga Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. maí 2016 07:00 Ólafur Ragnar og Davíð telja að íslenska þjóðin muni ekki spjara sig án þeirra. Nærtækara væri að segja að íslenska þjóðin muni ekki spjara sig nema án þeirra. Það er ekki vegna þess að þeir séu gamlir skröggar. Gamlir skröggar eru oft ágætir og sjálfur hef ég verið einn slíkur frá að minnsta kosti sjö ára aldri. Og það eiga ekki að vera aldurstakmörk á því að bjóða fram krafta sína í opinberri þjónustu. Bæði Donald Trump og Hillary eru eldri en Davíð – að ekki sé talað um fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Bernie Sanders, sem er enn eldri. Þetta segir að vísu sína sögu um ógöngur bandarískra stjórnmála en hins vegar er óvarlegt að útiloka fólk frá ábyrgðarstöðum á þeim forsendum að það sé á tilteknum aldri. Gott ef það er ekki einn vandi alþingis að þar vantar gamalt fólk – og raunar ungt líka; þar eru þau öll um fertugt og fimmtugt.Vald-aldur Þetta snýst ekki um aldur þessara manna heldur um feril þeirra, erindi þeirra við nútímann, eða öllu heldur framtíðina. Þetta snýst um það Ísland sem þeir standa fyrir þeir Davíð og Ólafur Ragnar – það Ísland sem þeir færðu okkur. Og hafa margt gert vel, mikil ósköp, og annað síður. Þetta snýst um vald. Þetta snýst um það hversu lengi þeir hafa setið að völdum – lengi lengi lengi. Þetta snýst ekki um aldur þessara manna heldur vald-aldur. Hversu ráðríkir þeir hafa verið nú um áratuga skeið, rúmfrekir, valdsæknir. Og hvernig þeir hafa farið með það vald sem þeim hefur verið falið – og þeir hafa sótt sér. Þetta snýst um eðli valdsins í lýðræðisríki. Það er ekki tilviljun að reglan er sú í lýðræðisríkjum að forsetar skuli ekki sitja lengur en tiltekinn tíma. Fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars sú hugmynd að mikilvægt sé að samfélög endurnýi sig reglulega en staðni ekki, með því meðal annars að fela ólíkum einstaklingum úr ólíkum áttum vald. Það er líka almennt talið í lýðræðisríkjum að einstaklingum sé ekki hollt að vera í valdastöðum of lengi, valdið spilli þeim, brengli hugsunarhátt þeirra, verði að sjálfstæðu afli í þeim sem leitist við að viðhalda sjálfu sér. Á sama hátt er talið að það sé samfélagi hættulegt að tilteknir einstaklingar fái of mikil völd of lengi. Við höfum séð hvernig Ólafur Ragnar hefur alla sína forsetatíð leitast við að færa út valdsvið forsetaembættisins og hvernig hann notaði það og virðingu þess til að greiða götu fjárglæframanna víða um lönd – og reyndar manna sem Davíð hafði séð til þess að fengju bankana í sínar hendur. Við þekkjum skapferli Davíðs, heift hans og hefnigirni. Við þetta hefur svo bæst ný tilhneiging til hégómaskapar. Um daginn var Morgunblaðið, sem hann ritstýrir, notað undir margra blaðsíðna hyllingu á honum að norður-kóreskum hætti, sem skrifuð var af helsta skjallara hans gegnum tíðina, og hann meðal annars sagður hafa fært Íslendingum epli utan jólanna, aukinheldur önnur nútímagæði. Það væri skrýtin tilfinning að fá fyrir forseta mann sem lætur skrifa þvílíkt og annað eins um sjálfan sig.Hringurinn eftirsóknarverði Báðir eiga þeir Ólafur Ragnar og Davíð mikinn og merkilegan feril að baki en nú er löngu mál að linni; þeirra Ísland er samfélag kvótakerfis og kvótaframsals – þar sem þeir komu báðir við sögu – samfélag auðræðis og undanskota; þetta er samfélag valdhyggju og klíkuskapar þar sem gæðum var ótæpilega útdeilt til útvalinna samkvæmt ströngu en óskráðu kerfi. Þetta er samfélag karlræðis og bakherbergja, og báðir standa þeir vörð um óbreytt fyrirkomulag í flestum þeim málum sem varða mestu um kjör almennings og kannski framtíðarbyggð í landinu. Þeir eiga líka sameiginlega einkennilega óbeit á opinni umræðu og óháðri fréttamennsku. Kannski að það sé einn mælikvarðinn á það hvernig við veljum okkur forseta: hvort viðkomandi treysti sér í viðtal við fréttamenn RÚV. Og kannski er annar mælikvarði: þráin eftir valdinu. Um eitrað samspil valds og einstaklinga hafa verið skrifaðar ótal bækur, til dæmis Hringadróttinssaga Tolkiens: hringurinn eftirsóknarverði er einmitt forsetaembættið. Þegar við göngum að kjörborðinu þurfum við að sjá fyrir okkur hver er Hobbittinn hér sem við gætum treyst til að bera þennan hring næstu misserin – og láta hann sjálfviljugur af hendi eftir í mesta lagi tólf ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar og Davíð telja að íslenska þjóðin muni ekki spjara sig án þeirra. Nærtækara væri að segja að íslenska þjóðin muni ekki spjara sig nema án þeirra. Það er ekki vegna þess að þeir séu gamlir skröggar. Gamlir skröggar eru oft ágætir og sjálfur hef ég verið einn slíkur frá að minnsta kosti sjö ára aldri. Og það eiga ekki að vera aldurstakmörk á því að bjóða fram krafta sína í opinberri þjónustu. Bæði Donald Trump og Hillary eru eldri en Davíð – að ekki sé talað um fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Bernie Sanders, sem er enn eldri. Þetta segir að vísu sína sögu um ógöngur bandarískra stjórnmála en hins vegar er óvarlegt að útiloka fólk frá ábyrgðarstöðum á þeim forsendum að það sé á tilteknum aldri. Gott ef það er ekki einn vandi alþingis að þar vantar gamalt fólk – og raunar ungt líka; þar eru þau öll um fertugt og fimmtugt.Vald-aldur Þetta snýst ekki um aldur þessara manna heldur um feril þeirra, erindi þeirra við nútímann, eða öllu heldur framtíðina. Þetta snýst um það Ísland sem þeir standa fyrir þeir Davíð og Ólafur Ragnar – það Ísland sem þeir færðu okkur. Og hafa margt gert vel, mikil ósköp, og annað síður. Þetta snýst um vald. Þetta snýst um það hversu lengi þeir hafa setið að völdum – lengi lengi lengi. Þetta snýst ekki um aldur þessara manna heldur vald-aldur. Hversu ráðríkir þeir hafa verið nú um áratuga skeið, rúmfrekir, valdsæknir. Og hvernig þeir hafa farið með það vald sem þeim hefur verið falið – og þeir hafa sótt sér. Þetta snýst um eðli valdsins í lýðræðisríki. Það er ekki tilviljun að reglan er sú í lýðræðisríkjum að forsetar skuli ekki sitja lengur en tiltekinn tíma. Fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars sú hugmynd að mikilvægt sé að samfélög endurnýi sig reglulega en staðni ekki, með því meðal annars að fela ólíkum einstaklingum úr ólíkum áttum vald. Það er líka almennt talið í lýðræðisríkjum að einstaklingum sé ekki hollt að vera í valdastöðum of lengi, valdið spilli þeim, brengli hugsunarhátt þeirra, verði að sjálfstæðu afli í þeim sem leitist við að viðhalda sjálfu sér. Á sama hátt er talið að það sé samfélagi hættulegt að tilteknir einstaklingar fái of mikil völd of lengi. Við höfum séð hvernig Ólafur Ragnar hefur alla sína forsetatíð leitast við að færa út valdsvið forsetaembættisins og hvernig hann notaði það og virðingu þess til að greiða götu fjárglæframanna víða um lönd – og reyndar manna sem Davíð hafði séð til þess að fengju bankana í sínar hendur. Við þekkjum skapferli Davíðs, heift hans og hefnigirni. Við þetta hefur svo bæst ný tilhneiging til hégómaskapar. Um daginn var Morgunblaðið, sem hann ritstýrir, notað undir margra blaðsíðna hyllingu á honum að norður-kóreskum hætti, sem skrifuð var af helsta skjallara hans gegnum tíðina, og hann meðal annars sagður hafa fært Íslendingum epli utan jólanna, aukinheldur önnur nútímagæði. Það væri skrýtin tilfinning að fá fyrir forseta mann sem lætur skrifa þvílíkt og annað eins um sjálfan sig.Hringurinn eftirsóknarverði Báðir eiga þeir Ólafur Ragnar og Davíð mikinn og merkilegan feril að baki en nú er löngu mál að linni; þeirra Ísland er samfélag kvótakerfis og kvótaframsals – þar sem þeir komu báðir við sögu – samfélag auðræðis og undanskota; þetta er samfélag valdhyggju og klíkuskapar þar sem gæðum var ótæpilega útdeilt til útvalinna samkvæmt ströngu en óskráðu kerfi. Þetta er samfélag karlræðis og bakherbergja, og báðir standa þeir vörð um óbreytt fyrirkomulag í flestum þeim málum sem varða mestu um kjör almennings og kannski framtíðarbyggð í landinu. Þeir eiga líka sameiginlega einkennilega óbeit á opinni umræðu og óháðri fréttamennsku. Kannski að það sé einn mælikvarðinn á það hvernig við veljum okkur forseta: hvort viðkomandi treysti sér í viðtal við fréttamenn RÚV. Og kannski er annar mælikvarði: þráin eftir valdinu. Um eitrað samspil valds og einstaklinga hafa verið skrifaðar ótal bækur, til dæmis Hringadróttinssaga Tolkiens: hringurinn eftirsóknarverði er einmitt forsetaembættið. Þegar við göngum að kjörborðinu þurfum við að sjá fyrir okkur hver er Hobbittinn hér sem við gætum treyst til að bera þennan hring næstu misserin – og láta hann sjálfviljugur af hendi eftir í mesta lagi tólf ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun