Valur þarf að fara í naflaskoðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2016 06:30 Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni. Olís-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni.
Olís-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira