Hákon Daði: Erfiðustu leikir sem ég hef spilað Smári Jökull Jónsson í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2016 17:55 Hákon Daði Styrmisson. Vísir/Ernir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum. Hákon Daði Styrmisson skoraði 41 mark fyrir Hauka í fjórum leikjum eða meira en tíu mörk í leik. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum. Hákon Daði Styrmisson skoraði 41 mark fyrir Hauka í fjórum leikjum eða meira en tíu mörk í leik. Hann kom frá ÍBV um áramótin, fór illa með sína gömlu félaga og var augljóslega létt eftir sigurinn í Eyjum í dag. „Ég er hrikalega feginn að þetta er búið. Þetta hafa verið erfiðustu leikir sem ég hef spilað. Maður var nokkrum sinnum alveg að fara að gefast upp en það má ekki. Maður verður að halda áfram,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir leik. Haukar lentu í töluverðu mótlæti í fyrri hálfleik þegar Giedrius Morkunas markvörður fékk rautt spjald og Tjörvi Þorgeirsson fór af velli meiddur. „Það þýðir ekkert að hugsa um það í leiknum. Maður þarf að setja svona lagað bakvið sig og lifa í núinu. Við þjöppuðum okkur saman og það kemur alltaf maður í manns stað. Janus Daði steig upp og Elías kom með hrikalega mikilvæg mörk“. „Þetta hefði getað fallið báðum megin. Við vorum heppnir að klúðra þessu ekki í lokin og köstuðum þessu næstum frá okkur. Það er hrikalega stutt á milli í þessu“. Stemmningin í stúkunni í Eyjum var svakaleg. Haukar mættu með hóp stuðningsmanna og þá voru Hvítu Riddarar þeirra Eyjamanna háværir sem áður. „Þetta var frábært. Það komu flottir Haukamenn að styðja við bakið á okkur og Hvítu Riddararnir og fólkið hér í Eyjum er ótrúlegt. Ég finn vel fyrir stuðningnum sem ég fæ frá fólkinu hér í Eyjum og mig langar að þakka fyrir það,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 28-30 | Haukar í úrslit fjórða árið í röð Haukar eru komnir í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ÍBV í Eyjum, 30-28. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en Eyjamenn voru afar nálægt því að tryggja sér framlengingu í lokin. Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Valur eða Afturelding sem mæta Haukum í úrslitum. 1. maí 2016 16:45