Unun að spila fyrir fullu húsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2016 10:00 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. Vísir/Stefán Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“ Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira