„Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar“ Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. maí 2016 11:15 Sena úr nýjasta myndbandi Retro Stefson þar sem Magnús leikur sér með liti og innrömmun. Vísir/Magnús Leifsson Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira