Nýtt lag frá Ólafi F: „Fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 12:56 Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sent frá sér nýtt lag. Það ber titilinn Gott og göfugt hjarta.Ólafur samdi lagið sjálfur sem og ljóðið en Guðlaug Dröf Ólafsdóttir syngur með honum. Útsetning, hljóðfæraleikur og hljóðritun var í höndum Vilhjálms Guðjónssonar og kvikmyndataka og klipping í umsjón Friðriks Grétarssonar.„Tilurð lagsins er sú, að ég settist við tölvuskjáinn snemma dags á útmánuðum og varð hugsað til þess, hve glaður yngsti sonur minn var oft í æsku og minntist þess, þegar hann sagði: „Pabbi, ég er með svo glatt hjarta.“ Nær samstundis kom laglínan, sem breyttist úr „Ég er með glatt hjarta“ í „Gott og göfugt hjarta“ til að stuðla mætti og höfuðstafa það sem á eftir kæmi,“ segir Ólafur„Endanleg gerð lags og ljóðs var komin 9. apríl sl. en lagið hefur dýpkað og orðið íburðarmeira frá þeim tíma fyrir tilstuðlan tónmeistara míns og útsetjara Vilhjálms Guðjónssonar, sem leikur á öll hljóðfæri í laginu. Söngkennari minn og söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sá til þess, að söngur minn við lagið er býsna góður og hún hjálpar til í söngnum, bæði með röddun og samsöng, og gerir það geysivel, enda mikið lærð og frábær söngkona,“ bætir borgarstjórinn fyrrverandi við„Það var hugmynd Friðriks kvikmyndatökumanns að taka myndband með mér fyrir framan Ráðhúsið, því að honum fannst kjörið að láta texta lagsins þar sem segir „Gakktu veginn góða“ fylgja mynd af mér að ganga einmitt veginn út í birtuna frá Ráðhúsinu með allt sitt undirmál og óheilindi, eins og ég gerði líka á miðjum síðasta borgarstjórnarfundi mínum, 1. júní 2010, þegar ég gekk út í sólina og vorið og yfirgaf þá hraklegu samkundu sem borgarstjórn Reykjavíkur er orðin. Eins og myndbandið og mín fallegu lög og ljóð bera með sér er fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki!Já, ég geng fram veginn, mót birtu lífsins og stend „beinn í stafni, stælt uns birta dvín.”Ljóðið í heild fylgir hér að neðan:Gott og göfugt hjarta og gæfan við þér skín.Framtíð færðu bjartafriður berst til þín.Láttu af þér leiða ljúfan sannleikann.Engan átt að meiða ekki nokkurn mann.Gakktu veginn góðagæsku inn um dyr.Söngur hátt mun hljóðahátt sem aldrei fyrr.Í Kristíkærleiks nafni kemur ljós til þín.Stattu beinn í stafnistælt uns birta dvín. Tónlist Tengdar fréttir Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00 Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sent frá sér nýtt lag. Það ber titilinn Gott og göfugt hjarta.Ólafur samdi lagið sjálfur sem og ljóðið en Guðlaug Dröf Ólafsdóttir syngur með honum. Útsetning, hljóðfæraleikur og hljóðritun var í höndum Vilhjálms Guðjónssonar og kvikmyndataka og klipping í umsjón Friðriks Grétarssonar.„Tilurð lagsins er sú, að ég settist við tölvuskjáinn snemma dags á útmánuðum og varð hugsað til þess, hve glaður yngsti sonur minn var oft í æsku og minntist þess, þegar hann sagði: „Pabbi, ég er með svo glatt hjarta.“ Nær samstundis kom laglínan, sem breyttist úr „Ég er með glatt hjarta“ í „Gott og göfugt hjarta“ til að stuðla mætti og höfuðstafa það sem á eftir kæmi,“ segir Ólafur„Endanleg gerð lags og ljóðs var komin 9. apríl sl. en lagið hefur dýpkað og orðið íburðarmeira frá þeim tíma fyrir tilstuðlan tónmeistara míns og útsetjara Vilhjálms Guðjónssonar, sem leikur á öll hljóðfæri í laginu. Söngkennari minn og söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sá til þess, að söngur minn við lagið er býsna góður og hún hjálpar til í söngnum, bæði með röddun og samsöng, og gerir það geysivel, enda mikið lærð og frábær söngkona,“ bætir borgarstjórinn fyrrverandi við„Það var hugmynd Friðriks kvikmyndatökumanns að taka myndband með mér fyrir framan Ráðhúsið, því að honum fannst kjörið að láta texta lagsins þar sem segir „Gakktu veginn góða“ fylgja mynd af mér að ganga einmitt veginn út í birtuna frá Ráðhúsinu með allt sitt undirmál og óheilindi, eins og ég gerði líka á miðjum síðasta borgarstjórnarfundi mínum, 1. júní 2010, þegar ég gekk út í sólina og vorið og yfirgaf þá hraklegu samkundu sem borgarstjórn Reykjavíkur er orðin. Eins og myndbandið og mín fallegu lög og ljóð bera með sér er fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki!Já, ég geng fram veginn, mót birtu lífsins og stend „beinn í stafni, stælt uns birta dvín.”Ljóðið í heild fylgir hér að neðan:Gott og göfugt hjarta og gæfan við þér skín.Framtíð færðu bjartafriður berst til þín.Láttu af þér leiða ljúfan sannleikann.Engan átt að meiða ekki nokkurn mann.Gakktu veginn góðagæsku inn um dyr.Söngur hátt mun hljóðahátt sem aldrei fyrr.Í Kristíkærleiks nafni kemur ljós til þín.Stattu beinn í stafnistælt uns birta dvín.
Tónlist Tengdar fréttir Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00 Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00
Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56
Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35