Tæknifyrirtækin Microsoft, YouTube, Twitter og Facebook hafa heitið því að berjast gegn hatursorðræðu og öfgum á samfélagsmiðlum sínum. Öllum slíkum færslum og efni verður eytt innan við sólarhring eftir að bent er það. Þetta er gert vegna nýrrar ályktunar Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Samkvæmt tilkynningu frá Framkvæmdastjórninni sýna nýlegar hryðjuverkaárásir í Evrópu fram á nauðsyn þess að berjast gegn hatri og öfgum. Samfélagsmiðlar séu notaðir af hryðjuverkahópum til að öfgavæða ungt fólk og rasistar noti þá til að ýta undir ofbeldi og hatur.
Fyrirtækin hafa einnig heitið því að auka samstarf sitt við samtök og stofnanir sem vakta samfélagsmiðla. Þá segir ályktunin til um að fyrirtækin eigi að þróa og dreifa gagnstæð sjónarhorn gegn þeim sem dreifi hatri og ólöglegu efni.
Þar að auki þurfa fyrirtækin að gera notendum auðveldara að tilkynna hatursorðræðu á netinu.
Netrisar tækla hatursorðræðu og öfgar
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent
