Um er að ræða spurningaþátt þar sem fulltrúar mismunandi bæjarfélaga keppa fyrir hönd þeirra. Hlín Einarsdóttir er dómari í þáttunum og sjálfur Kalli Bjarni stigavörður. Steindi er síðan spyrill.
Þeir Auðunn Blöndal og Arnar Freyr Frostason voru fulltrúar Sauðárkróks og fengu þeir það verkefni að bjarga mömmu Audda og Sölku Sól, kærustu Arnars, úr höndum Malín Brand.
Það gekk nú ágætlega en Auðunn varð aftur á móti fyrir því að skjóta móður sína óvart í andlitið og fékk fyrir það mínusstig. Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega atvik.