Hildur: Glamúr Pálína ein í heiminum Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júní 2016 12:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona eða bara Hildur sú sem sló ærlega í gegn með laginu Walk With You sleppir nýju lagi og myndbandi lausu í dag. Lagið heitir Bumpy Road er í stíl við slagarann hennar síðasta og á myndbandinu að dæma er þar verið að fjalla um hvernig einmanaleikinn spyr ekki um þjóðfélagsstöðu. Það sýnir Hildi í glæsihúsi að berjast við að drepa tímann.Myndbandið er frumsýnt á Vísi og það má sjá hér að ofan.„Hugmyndin er kannski sú að fólk lítur kannski út fyrir að eiga besta lífið séð utan frá en þegar það er skoðað betur þá á það ekkert endilega besta lífið bak við tjöldin,“ segir Hildur. „Þetta er svona nútíma Palli er einn í heiminum, nema bara glamúrkona.“Kastali í ReykjanesbæMyndbandið er tekið í fallegu einbýlishúsi í Reykjanesbæ sem Hildur og leikstjórarnir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir fundu á netinu. „Þetta er mjög óíslenskt hús. Lítur út eins og kastali að utan og allt mjög glæsilegt að innanverðu.“Allt annar heimur en með RökkurróHildur starfaði með hljómsveitinni Rökkurró áður en fór að gera sykurhúðaða popptónlist á eigin vegum. Rökkurró spilar angurværa og á tímabili sveimkennda rokktónlist og er því stökkið töluvert. „Það er mjög fyndið að hafa verið í bandi sem aðeins þeir sem voru mjög mikið að spá í tónlist sem hlustuðu. Fara svo út í það að gera tónlist þar sem maður nær til allra, barna og gamals fólks. Það er skemmtilegt að prófa bæði, þetta er allt annar heimur.“Ertu byrjuð að vera vör við það að krakkar séu að stara á þig út á götu?„Já, það er byrjað að gerast. Það er bara krúttlegt. Ég hef líka lent í því að krakkar eru að dingla bjöllunni minni heima bara til að spjalla.“ Hildur stefnir á tónleikahald í sumar og næstu tónleikar verða á KexPort í næsta mánuði.Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið við slagarann hennar I´ll Walk With You. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona eða bara Hildur sú sem sló ærlega í gegn með laginu Walk With You sleppir nýju lagi og myndbandi lausu í dag. Lagið heitir Bumpy Road er í stíl við slagarann hennar síðasta og á myndbandinu að dæma er þar verið að fjalla um hvernig einmanaleikinn spyr ekki um þjóðfélagsstöðu. Það sýnir Hildi í glæsihúsi að berjast við að drepa tímann.Myndbandið er frumsýnt á Vísi og það má sjá hér að ofan.„Hugmyndin er kannski sú að fólk lítur kannski út fyrir að eiga besta lífið séð utan frá en þegar það er skoðað betur þá á það ekkert endilega besta lífið bak við tjöldin,“ segir Hildur. „Þetta er svona nútíma Palli er einn í heiminum, nema bara glamúrkona.“Kastali í ReykjanesbæMyndbandið er tekið í fallegu einbýlishúsi í Reykjanesbæ sem Hildur og leikstjórarnir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir fundu á netinu. „Þetta er mjög óíslenskt hús. Lítur út eins og kastali að utan og allt mjög glæsilegt að innanverðu.“Allt annar heimur en með RökkurróHildur starfaði með hljómsveitinni Rökkurró áður en fór að gera sykurhúðaða popptónlist á eigin vegum. Rökkurró spilar angurværa og á tímabili sveimkennda rokktónlist og er því stökkið töluvert. „Það er mjög fyndið að hafa verið í bandi sem aðeins þeir sem voru mjög mikið að spá í tónlist sem hlustuðu. Fara svo út í það að gera tónlist þar sem maður nær til allra, barna og gamals fólks. Það er skemmtilegt að prófa bæði, þetta er allt annar heimur.“Ertu byrjuð að vera vör við það að krakkar séu að stara á þig út á götu?„Já, það er byrjað að gerast. Það er bara krúttlegt. Ég hef líka lent í því að krakkar eru að dingla bjöllunni minni heima bara til að spjalla.“ Hildur stefnir á tónleikahald í sumar og næstu tónleikar verða á KexPort í næsta mánuði.Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið við slagarann hennar I´ll Walk With You.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira