Geir Sveinsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta hefur valið þá sautján leikmenn sem fara til Portúgals í fyrramálið til undirbúnings fyrir síðari leik Íslands og Portúgals í undankeppni HM.
Íslenska liðið vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 26-23, í Laugardalshöllinni á sunnudaginn en seinni leikurinn fer fram á fimmtudagskvöldið í Porto í Portúgal.
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson missti af fyrri leiknum vegna meiðsla en hann fer út með liðinu. Vignir Svavarsson er hinsvegar ekki leikfær og er ekki með í þessari ferð. Hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson dettur líka út úr hópnum en hann var ekki heldur í hóp í leiknum í Laugardalshöllinni.
Það fara því út allir sextán leikmennirnir sem voru í hóp á sunnudaginn og Guðjón Valur bætist síðan við. Síðari leikur Íslands og Portúgals fer fram fimmtudaginn 16. júní kl.20.00 í Porto.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Aðrir leikmenn:
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarsson, MKB Veszprém
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona
Guðmundur Hólmar Helgason, Valur
Gunnar Steinn Jónsson, VFL Gummersbach
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Tandri Konráðsson, Ricoh HK
Guðjón Valur fer með til Portúgals
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



