Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2016 16:10 Moutinho í leik með portúgalska landsliðinu. Vísir/Getty Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira