Forsetaáskorun Vísis: Missti af tækifæri til að rannsaka kyrkislöngur í Venesúela Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 21. júní 2016 15:00 Andri Snær er einn af frambjóðendum til forseta Íslands. Hann tekur þátt í Forsetaáskorun Vísis. Vísir Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, á hund sem sem er næstum því köttur en líkist blöndu af kengúru og hlébarða. Hann hefur aldrei verið tekinn af lögreglunni á Pajero jeppanum sínum. Leikarinn Alexander Skarsgard myndi leika hann í bíómynd um ævi hans. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Andra Snæs við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Andri Snær Magnason er annar í röðinni.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi.Hundar eða kettir? Hundurinn minn heitir Tromma, hún er næstum því köttur en líkist helst blöndu af kengúru og hlébarða.Andri Snær er mikill sushi maður.Vísir/GettyHver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar börnin okkar fæddust.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi.Hvernig bíl ekur þú?Ég á 10 ára gamlan Pajero jeppa.Besta minningin?Þegar ég horfði í augun á ungri stúlku sem gekk út um dyrnar á kaffistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.Besta minning Andra er einnig sú rómantískasta en það var þegar hann hitti Margréti Sjöfn Torp eiginkonu sína. Hér sést Andri ásamt Margréti og þremur af börnum þeirra fjórum. Á myndinni eru frá vinstri Hulda Filippía, Margrét sem jafnan er kölluð Magga, Elín Freyja, Andri sjálfur og Kristín Lovísa. Elsta barnið vantar á myndina, Hlyn Snæ.Vísir/AndriHefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, ég hef aldrei verið tekinn eða handtekinn. Hef verið stoppaður í rútínutékki.Hverju sérðu mest eftir? John móðurbróðir minn var sérfræðingur í skriðdýrum, hann bauð mér að fara með sér til Venezuela að rannsaka Anaconda kyrkislöngur. Ég ætlaði alltaf síðar en hann dó svo úr malaríu. Ég lærði að maður á að nýta tækifærin þegar þau gefast.Reykir þú? Aldrei reykt, pabbi er lungnasérfræðingur og ég ólst upp á Hófítímanum. Það var mjög heilbrigður tími.Uppáhalds drykkur(áfengur)? Af einhverjum ástæðum finnst mér áfengi sjaldan bragðgott, eitthvað í bragðlaukunum. Fékk góðan bjór um daginn sem var bruggaður í Vestmannaeyjum. Sölvi heitir hann.Uppáhalds bíómynd? Rokk í Reykjavík.Þetta gæti orðið sýn Andra einn daginn ef hann lætur verða af því að halda í draumaferðalagið.Vísir/GettyUppáhalds tónlistarmaður? Í kvöld er það Thom Yorke.Hvaða lag kemur þér í gírinn? What else is there, Trentemöller remix af Roysopp ft The Knife.Draumaferðalagið? Mig langar að sigla upp Amazon fljótið.Hefur þú migið í saltan sjó? Hef laumast í sjósundi.Hér má sjá mögulegt brot úr kvikmynd um ævi Andra Snæs: Ferðin niður Amazon. Andra myndi leika Alexander Skarsgard.Vísir/GettyHvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ég skrifaði ljóð sem ungfrú Ísland las af stóra stökkpallinum í Sundhöllinni. Gjörningur fyrir Unglist c.a 1996. Ég held að það hafi verið Ragnar Kjartansson sem átti hugmyndina.Hefur þú viðurkennt mistök? Já og beðist afsökunar.Hverju ertu stoltastur af? Sögunni af Bláa hnettinum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Þegar ég sá Möggu koma út um dyrnar á kaffistofu Rafmagnsveitunnar í Elliðaárdal.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég vil lifa til fulls fyrir dauðann. Hitt kemur í ljós.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Alexander Skarsgaard. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, á hund sem sem er næstum því köttur en líkist blöndu af kengúru og hlébarða. Hann hefur aldrei verið tekinn af lögreglunni á Pajero jeppanum sínum. Leikarinn Alexander Skarsgard myndi leika hann í bíómynd um ævi hans. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Andra Snæs við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Andri Snær Magnason er annar í röðinni.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi.Hundar eða kettir? Hundurinn minn heitir Tromma, hún er næstum því köttur en líkist helst blöndu af kengúru og hlébarða.Andri Snær er mikill sushi maður.Vísir/GettyHver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar börnin okkar fæddust.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi.Hvernig bíl ekur þú?Ég á 10 ára gamlan Pajero jeppa.Besta minningin?Þegar ég horfði í augun á ungri stúlku sem gekk út um dyrnar á kaffistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.Besta minning Andra er einnig sú rómantískasta en það var þegar hann hitti Margréti Sjöfn Torp eiginkonu sína. Hér sést Andri ásamt Margréti og þremur af börnum þeirra fjórum. Á myndinni eru frá vinstri Hulda Filippía, Margrét sem jafnan er kölluð Magga, Elín Freyja, Andri sjálfur og Kristín Lovísa. Elsta barnið vantar á myndina, Hlyn Snæ.Vísir/AndriHefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, ég hef aldrei verið tekinn eða handtekinn. Hef verið stoppaður í rútínutékki.Hverju sérðu mest eftir? John móðurbróðir minn var sérfræðingur í skriðdýrum, hann bauð mér að fara með sér til Venezuela að rannsaka Anaconda kyrkislöngur. Ég ætlaði alltaf síðar en hann dó svo úr malaríu. Ég lærði að maður á að nýta tækifærin þegar þau gefast.Reykir þú? Aldrei reykt, pabbi er lungnasérfræðingur og ég ólst upp á Hófítímanum. Það var mjög heilbrigður tími.Uppáhalds drykkur(áfengur)? Af einhverjum ástæðum finnst mér áfengi sjaldan bragðgott, eitthvað í bragðlaukunum. Fékk góðan bjór um daginn sem var bruggaður í Vestmannaeyjum. Sölvi heitir hann.Uppáhalds bíómynd? Rokk í Reykjavík.Þetta gæti orðið sýn Andra einn daginn ef hann lætur verða af því að halda í draumaferðalagið.Vísir/GettyUppáhalds tónlistarmaður? Í kvöld er það Thom Yorke.Hvaða lag kemur þér í gírinn? What else is there, Trentemöller remix af Roysopp ft The Knife.Draumaferðalagið? Mig langar að sigla upp Amazon fljótið.Hefur þú migið í saltan sjó? Hef laumast í sjósundi.Hér má sjá mögulegt brot úr kvikmynd um ævi Andra Snæs: Ferðin niður Amazon. Andra myndi leika Alexander Skarsgard.Vísir/GettyHvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ég skrifaði ljóð sem ungfrú Ísland las af stóra stökkpallinum í Sundhöllinni. Gjörningur fyrir Unglist c.a 1996. Ég held að það hafi verið Ragnar Kjartansson sem átti hugmyndina.Hefur þú viðurkennt mistök? Já og beðist afsökunar.Hverju ertu stoltastur af? Sögunni af Bláa hnettinum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Þegar ég sá Möggu koma út um dyrnar á kaffistofu Rafmagnsveitunnar í Elliðaárdal.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég vil lifa til fulls fyrir dauðann. Hitt kemur í ljós.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Alexander Skarsgaard.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00