Þögn Ívar Halldórsson skrifar 2. júlí 2016 12:49 Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun