Virði stærstu banka lækkað um helming Sæunn Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðsvirði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við fréttunum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 prósent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikningi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hagkerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá PineBridge Investments, í samtali við The Financial Times.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðsvirði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við fréttunum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 prósent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikningi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hagkerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá PineBridge Investments, í samtali við The Financial Times.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira