Arna Stefanía: Var alltaf að bíða eftir öðrum tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2016 14:30 Arna Stefanía getur verið stolt af sínum árangri. vísir/hanna Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupari úr FH, var glöð í bragði þegar Vísir heyrði í henni hljóðið eftir að hún varð Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í aldursflokki 20-22 ára stúlkna. Tíminn er sá næstbesti í sögunni í 400 metra grindahlaupi, en tíminn dugar til þess að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíumót eins og staðan er í dag. „Ég var í sjokki. Ég var alltaf að bíða eftir að það kæmi annar tími," sagði Arna Stefanía í samtali við Vísi stuttu eftir hlaup. „Þó svo að fílingurinn hafi verið góður kom mér á óvart hvað þetta var hratt, en svo áttaði ég mig á að þetta var alveg rétt. Ég gat ekki leynt gleðinni og fagnaði með Íslendingunum."Sjá einnig:Arna Stefanía Norðurlandameistari FH-ingurinn hefur verið í fantaformi að undanförnu og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum. Hún segir að þetta hafi komið sér smá á óvart. „Að vissu leyti kom mér þetta á óvart. Ég vissi samt að ég væri í hörkuformi, en meira en einnar sekúndu bæting kom mér skemmtilega á óvart." Tíminn var HM lágmark fyrir næsta sumar í fullorðnisflokki, en einnig Ólympíulágmark og gat Arna ekki leynt gleði sinni. „Þetta er algjörlega geggjað! Að sjá það bara svart á hvítu að ég er komin í þann klassa var frábært, en við Heiða (þjálfari Örnu) vissum alltaf að ég gæti þetta og nú er komin staðfesting á því." „Ég er líka að keppa á morgun í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi, en svo er aldursflokka meistaramótið á Íslandi næstu helgi." „Það er aldrei að vita að það komi svo eitthvað boð á sterkt hlaup áður en ég fer í árlegu hvíldina mína, en annars er bara komið að smá hvíld fyrir undirbúningstímabilið," sagði Arna að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupari úr FH, var glöð í bragði þegar Vísir heyrði í henni hljóðið eftir að hún varð Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í aldursflokki 20-22 ára stúlkna. Tíminn er sá næstbesti í sögunni í 400 metra grindahlaupi, en tíminn dugar til þess að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíumót eins og staðan er í dag. „Ég var í sjokki. Ég var alltaf að bíða eftir að það kæmi annar tími," sagði Arna Stefanía í samtali við Vísi stuttu eftir hlaup. „Þó svo að fílingurinn hafi verið góður kom mér á óvart hvað þetta var hratt, en svo áttaði ég mig á að þetta var alveg rétt. Ég gat ekki leynt gleðinni og fagnaði með Íslendingunum."Sjá einnig:Arna Stefanía Norðurlandameistari FH-ingurinn hefur verið í fantaformi að undanförnu og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum. Hún segir að þetta hafi komið sér smá á óvart. „Að vissu leyti kom mér þetta á óvart. Ég vissi samt að ég væri í hörkuformi, en meira en einnar sekúndu bæting kom mér skemmtilega á óvart." Tíminn var HM lágmark fyrir næsta sumar í fullorðnisflokki, en einnig Ólympíulágmark og gat Arna ekki leynt gleði sinni. „Þetta er algjörlega geggjað! Að sjá það bara svart á hvítu að ég er komin í þann klassa var frábært, en við Heiða (þjálfari Örnu) vissum alltaf að ég gæti þetta og nú er komin staðfesting á því." „Ég er líka að keppa á morgun í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi, en svo er aldursflokka meistaramótið á Íslandi næstu helgi." „Það er aldrei að vita að það komi svo eitthvað boð á sterkt hlaup áður en ég fer í árlegu hvíldina mína, en annars er bara komið að smá hvíld fyrir undirbúningstímabilið," sagði Arna að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira