Myndbandið er hið skemmtilegasta þar sem meðal annars má sjá Hollywood-leikarana Robert Downey Jr., Scarlett Johansson, Mark Ruffalo, Julianne Moore, Don Cheadle, James Franco, Yvette Nicole Brown, Martin Sheen og fjölda annarra sem minna fólk á mikilvægi þess að skrá sig og mæta á kjörstað.
„Það er bara hægt að koma svona mörgum frægum saman er málefið er slíkt að það skiptir okkur öll máli,“ segir einhver hinna frægu í myndbandinu. „Sjúkdómur, umhverfisslys eða kynþáttahatandi, fantalegur heigull sem gæti varanlega skemmt samfélag okkar.“
Í samtali við Buzzfeed segit Whedon ekki hafa átt í vandræðum með að fá leikarana til liðs við sig. Sagði hann það mikilvægt að fá fólk til að kjósa og stöðva „appelsínugula Prúðuleikara-Hitler“.