Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. október 2016 16:00 Nico Rosberg var fljótastur í allan dag á Suzuka brautinni í Japan. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum.Fyrri æfingin Romain Grosjean á Haas var fljótur út af brautinni þegar bremsurnar biluðu enn aftur á bíl Frakkans. Hann strandaði líka í malagryfju í Malasíu síðustu helgi þegar bremsurnar biluðu. Fernando Alonso á McLaren og Max Verstappen á Red Bull fóru út af á sama stað. Lætin voru þó meiri hjá Alonso sem endaði í malargryfjunni. Ökumenn röðuðu sér eftir liðum í fyrstu átta sætin á æfingunni. Mercedes menn fremstir, þar á eftir Sebastian Vettel á Ferrari ásamt Kimi Raikkonen. Red Bull ökumennirnir komu næstir og svo Force India.Kevin Magnussen á Suzuka brautinni.Vísir/GettySeinni æfingin Munurinn á Mercedes ökumönnunum var einungis 0,072 sekúndur, Rosberg í vil á seinni æfingunni. Raikkonen varð annar. Menn voru aðeins að þvælast utan brautar aftur. Kevin Magnussen á Renault og Daniil Kvyat á Toro Rosso fóru út af á seinni æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum.Fyrri æfingin Romain Grosjean á Haas var fljótur út af brautinni þegar bremsurnar biluðu enn aftur á bíl Frakkans. Hann strandaði líka í malagryfju í Malasíu síðustu helgi þegar bremsurnar biluðu. Fernando Alonso á McLaren og Max Verstappen á Red Bull fóru út af á sama stað. Lætin voru þó meiri hjá Alonso sem endaði í malargryfjunni. Ökumenn röðuðu sér eftir liðum í fyrstu átta sætin á æfingunni. Mercedes menn fremstir, þar á eftir Sebastian Vettel á Ferrari ásamt Kimi Raikkonen. Red Bull ökumennirnir komu næstir og svo Force India.Kevin Magnussen á Suzuka brautinni.Vísir/GettySeinni æfingin Munurinn á Mercedes ökumönnunum var einungis 0,072 sekúndur, Rosberg í vil á seinni æfingunni. Raikkonen varð annar. Menn voru aðeins að þvælast utan brautar aftur. Kevin Magnussen á Renault og Daniil Kvyat á Toro Rosso fóru út af á seinni æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira