Jafnlaunavottun: Lykillinn að frjálsum vinnumarkaði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2016 10:18 Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Fáir vinnuveitendur gangast við því að greiða konum vísvitandi lægri laun en körlum og enn færri konur gangast við því að semja vitandi um 10% lægri laun en karlar. Launaleynd hefur verið afnumin en enn gætir upplýsingahalla á vinnumarkaði. Konur vita oft ekki að samstarfsmenn þeirra fái 10% hærri laun vegna happdrættis í vöggugjöf. Þann 10. október s.l. kynnti Viðreisn fyrsta þingmál sitt; innleiðing skyldu til jafnlaunavottunar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn. Jafnlaunavottunin felst í því að fyrirtæki af þessari stærðargráðu munu upplýsa hver óútskýrður kynbundinn launamunur er á vinnustaðnum. Þetta verður gert samhliða skilum á ársreikningi. Með sama hætti og ársreikningi er ætlað að sýna að fyrirtæki hefur ekki brotið gegn reglum um reikningsskil yfir árið, er jafnlaunavottuninni ætlað að sýna að fyrirtæki hafi ekki brotið gegn lögum og greitt konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Ekki stendur til að stofna nýja eftirlitsstofnun eða ríkisbatterí, heldur munu fyrirtæki láta þriðja aðila framkvæma jafnlaunavottun samhliða árlegri úttekt á öðrum þáttum reksturs. Þessar upplýsingar verða síðan aðgengilegar starfsmönnum. Fyrirtæki munu ekki þurfa að greiða starfsmönnum sömu laun óháð vinnuframlagi og hæfni. Málefnalegar ástæður kunna að vera fyrir hærri launum. Hins vegar verður fyrirtækjum og opinberum stofnunum gert að upplýsa hver launamunur er á milli kynjanna að teknu tilliti til allra málefnalegra sjónarmiða. Þeim verður gert að upplýsa ef konur fá minna greitt fyrir það eitt að vera konur. Skylda til jafnlaunavottunar leiðir til þess að starfsmenn á frjálsum markaði hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að semja um rétt og sanngjörn laun. Markaður er enda ekki frjáls ef annar aðili samningssambands skortir nauðsynlegar upplýsingar til þess að rétt verð sé fundið. Nú heyrast raddir um að þetta sé of mikil afskiptasemi af vinnumarkaði. Eru þetta nákvæmlega sömu raddir og töluðu gegn fæðingarorlofinu á sínum tíma og öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo konur njóti raunverulegs frelsis og geti með sanni keppt á frjálsum markaði verða þær að njóta jafnræðis. Til þess þarf gegnsæi og upplýsingar. Við þurfum tæki fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til þess að tryggja að þau mismuni ekki á grundvelli kynferðis. Það vill enda enginn greiða konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Að minnsta kosti vill enginn að það spyrjist út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Fáir vinnuveitendur gangast við því að greiða konum vísvitandi lægri laun en körlum og enn færri konur gangast við því að semja vitandi um 10% lægri laun en karlar. Launaleynd hefur verið afnumin en enn gætir upplýsingahalla á vinnumarkaði. Konur vita oft ekki að samstarfsmenn þeirra fái 10% hærri laun vegna happdrættis í vöggugjöf. Þann 10. október s.l. kynnti Viðreisn fyrsta þingmál sitt; innleiðing skyldu til jafnlaunavottunar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn. Jafnlaunavottunin felst í því að fyrirtæki af þessari stærðargráðu munu upplýsa hver óútskýrður kynbundinn launamunur er á vinnustaðnum. Þetta verður gert samhliða skilum á ársreikningi. Með sama hætti og ársreikningi er ætlað að sýna að fyrirtæki hefur ekki brotið gegn reglum um reikningsskil yfir árið, er jafnlaunavottuninni ætlað að sýna að fyrirtæki hafi ekki brotið gegn lögum og greitt konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Ekki stendur til að stofna nýja eftirlitsstofnun eða ríkisbatterí, heldur munu fyrirtæki láta þriðja aðila framkvæma jafnlaunavottun samhliða árlegri úttekt á öðrum þáttum reksturs. Þessar upplýsingar verða síðan aðgengilegar starfsmönnum. Fyrirtæki munu ekki þurfa að greiða starfsmönnum sömu laun óháð vinnuframlagi og hæfni. Málefnalegar ástæður kunna að vera fyrir hærri launum. Hins vegar verður fyrirtækjum og opinberum stofnunum gert að upplýsa hver launamunur er á milli kynjanna að teknu tilliti til allra málefnalegra sjónarmiða. Þeim verður gert að upplýsa ef konur fá minna greitt fyrir það eitt að vera konur. Skylda til jafnlaunavottunar leiðir til þess að starfsmenn á frjálsum markaði hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að semja um rétt og sanngjörn laun. Markaður er enda ekki frjáls ef annar aðili samningssambands skortir nauðsynlegar upplýsingar til þess að rétt verð sé fundið. Nú heyrast raddir um að þetta sé of mikil afskiptasemi af vinnumarkaði. Eru þetta nákvæmlega sömu raddir og töluðu gegn fæðingarorlofinu á sínum tíma og öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo konur njóti raunverulegs frelsis og geti með sanni keppt á frjálsum markaði verða þær að njóta jafnræðis. Til þess þarf gegnsæi og upplýsingar. Við þurfum tæki fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til þess að tryggja að þau mismuni ekki á grundvelli kynferðis. Það vill enda enginn greiða konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Að minnsta kosti vill enginn að það spyrjist út.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun