Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 15:15 Viðar Halldórsson hjálpaði leikmönnum Hauka að taka hausinn á sér í gegn. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér. Olís-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér.
Olís-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira