Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 08:36 Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói í gær en borgarstjórnarfundur fór fram í skólanum. vísir/ernir Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við Vísi að hann telji að samningaviðræðurnar nú megi í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. „Þetta er fundur númer tvö þannig að nú förum við að ræða málefnin og taka á þessu en það er auðvitað ljóst að þetta getur tekið smá tíma. Það er þó einnig ljóst að tíminn sem við höfum til umráða er ekki mikill og það sem við gáfum út á mánudaginn eftir fund okkar þá var að þrátt fyrir að það megi búast við að þetta taki nokkrar vikur þá gerum við okkur öll grein fyrir því að tíminn er naumur,“ segir Ólafur.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við kennara sem telja eðlilegt að þeir séu með á bilinu 600 til 700 þúsund. Ólafur vill ekki svara því til hvort að það sé raunhæf krafa og eitthvað sem sé uppi á borðinu í viðræðum deiluaðila enda ríki trúnaður um það sem þar fer fram. Margir kennarar hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarið og sagt að náist ekki samningar sem þeir geta sætt sig við muni þeir segja upp störfum. Ólafur segir að Félag grunnskólakennara finni vissulega fyrir þessari undiröldu og segir að það yrði „katastrófa“ ef kennarar færu að segja upp í hrönnum. Það væru til að mynda aðgerðir sem kennarar gætu gripið til ef ekki næst að semja innan þriggja vikna, það er tímarammans sem Ólafur nefnir í tengslum við samningaviðræðurnar nú, og segir Ólafur að fjöldauppsagnir kennara séu mun alvarlegri aðgerðir en kennaraverkfall. „Hins vegar eru uppsagnir kennara ekkert sem kemur inn á borð okkar hjá félaginu, og við stjórnum eða ráðum við, heldur er það bara á milli kennara og skólastjóra. En það er auðvitað ekki búið að taka verkfallsréttinn af okkur og það er auðvitað eitt af því sem við myndum skoða ef við kæmumst í þá stöðu,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við Vísi að hann telji að samningaviðræðurnar nú megi í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. „Þetta er fundur númer tvö þannig að nú förum við að ræða málefnin og taka á þessu en það er auðvitað ljóst að þetta getur tekið smá tíma. Það er þó einnig ljóst að tíminn sem við höfum til umráða er ekki mikill og það sem við gáfum út á mánudaginn eftir fund okkar þá var að þrátt fyrir að það megi búast við að þetta taki nokkrar vikur þá gerum við okkur öll grein fyrir því að tíminn er naumur,“ segir Ólafur.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við kennara sem telja eðlilegt að þeir séu með á bilinu 600 til 700 þúsund. Ólafur vill ekki svara því til hvort að það sé raunhæf krafa og eitthvað sem sé uppi á borðinu í viðræðum deiluaðila enda ríki trúnaður um það sem þar fer fram. Margir kennarar hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarið og sagt að náist ekki samningar sem þeir geta sætt sig við muni þeir segja upp störfum. Ólafur segir að Félag grunnskólakennara finni vissulega fyrir þessari undiröldu og segir að það yrði „katastrófa“ ef kennarar færu að segja upp í hrönnum. Það væru til að mynda aðgerðir sem kennarar gætu gripið til ef ekki næst að semja innan þriggja vikna, það er tímarammans sem Ólafur nefnir í tengslum við samningaviðræðurnar nú, og segir Ólafur að fjöldauppsagnir kennara séu mun alvarlegri aðgerðir en kennaraverkfall. „Hins vegar eru uppsagnir kennara ekkert sem kemur inn á borð okkar hjá félaginu, og við stjórnum eða ráðum við, heldur er það bara á milli kennara og skólastjóra. En það er auðvitað ekki búið að taka verkfallsréttinn af okkur og það er auðvitað eitt af því sem við myndum skoða ef við kæmumst í þá stöðu,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45
Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent