Gervigreind Google betri í varalestri en atvinnumenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Lee Sedol laut í lægra haldi fyrir gervigreind DeepMind í hinu ævaforna og flókna spili Go. Nordicphotos/AFP Fyrirtækið DeepMind, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur í samstarfi við Oxford-háskóla látið gervigreind sína horfa á fimm þúsund klukkutíma af sjónvarpsþáttum til þess að læra varalestur. Um er að ræða sex mismunandi sjónvarpsþáttaraðir sem sýndar voru á árunum 2010 til 2015. Eftir að hafa horft á sjónvarpsefnið gat gervigreindin lesið um helming orða sem tvö hundruð varir, valdar af handahófi, mæltu án þess að gera villu. Til samanburðar réð DeepMind varalesara til þess að lesa sömu orð af sömu vörum og náði hann einungis að lesa 12,4 prósent orðanna án þess að gera villur. Notagildi slíkrar gervigreindar felst til að mynda í því að auka nákvæmni raddstýrðrar tækni sem og að gera notendum kleift að stýra slíkri tækni með varahreyfingunum einum ef aðstæður koma í veg fyrir að notandinn geti talað upphátt. Gervigreindarframfarir Google undanfarið eru eftirtektarverðar en fyrr á árinu tókst sömu gervigreind DeepMind að hafa betur í spilinu Go gegn heimsmeistaranum Lee Sedol. Hafði gervigreindin betur með fjórum sigrum gegn einum. Sá sigur þótti einkar merkilegur þar sem mögulegir leikir í spilinu eru sagðir fleiri en fjöldi atóma í alheiminum. Wired greindi frá öðrum framförum Google á sviði gervigreindar á miðvikudag. Sú gervigreind, sem Google notar til þess að þýða hin ýmsu tungumál með forritinu Google Translate, hefur nú þróað sitt eigið tungumál. Google tók í notkun svokallað tauganet í september til þess að bæta Google Translate og sjálfvirknivæða forritið í stað þess að reiða sig um of á notendur. Tauganetið lærir að þýða með því að líta á setningar í heild sinni fremur en stök orð og kemur það sér vel vegna þess hve málfræði tungumála getur verið frábrugðin. Nú hafa umsjónarmenn tauganetsins tekið eftir því að netið getur þýtt tungumál sem það hefur aldrei lært að þýða úr áður. „Gervigreindin getur þýtt úr kóresku á japönsku þrátt fyrir að hafa aldrei séð dæmi um slíkar þýðingar,“ sagði Mike Schuster, einn umsjónarmanna, í samtali við Wired. Schuster segir það mikilvægasta við framfarir tauganetsins ekki það að það geti þýtt úr málum sem það hafi ekki séð áður heldur aðferðina sem tauganetið notar. Það hefur búið til eigið tungumál, eins konar millitungumál, sem notast er við til að útskýra hvernig sé hægt að þýða orð og setningar úr málum sem tauganetið hefur ekki þýtt úr áður. Því má búast við að þýðingargeta Google Translate muni aukast eftir því sem fram líða stundir og tauganetið að baki forritinu lærir meira.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrirtækið DeepMind, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur í samstarfi við Oxford-háskóla látið gervigreind sína horfa á fimm þúsund klukkutíma af sjónvarpsþáttum til þess að læra varalestur. Um er að ræða sex mismunandi sjónvarpsþáttaraðir sem sýndar voru á árunum 2010 til 2015. Eftir að hafa horft á sjónvarpsefnið gat gervigreindin lesið um helming orða sem tvö hundruð varir, valdar af handahófi, mæltu án þess að gera villu. Til samanburðar réð DeepMind varalesara til þess að lesa sömu orð af sömu vörum og náði hann einungis að lesa 12,4 prósent orðanna án þess að gera villur. Notagildi slíkrar gervigreindar felst til að mynda í því að auka nákvæmni raddstýrðrar tækni sem og að gera notendum kleift að stýra slíkri tækni með varahreyfingunum einum ef aðstæður koma í veg fyrir að notandinn geti talað upphátt. Gervigreindarframfarir Google undanfarið eru eftirtektarverðar en fyrr á árinu tókst sömu gervigreind DeepMind að hafa betur í spilinu Go gegn heimsmeistaranum Lee Sedol. Hafði gervigreindin betur með fjórum sigrum gegn einum. Sá sigur þótti einkar merkilegur þar sem mögulegir leikir í spilinu eru sagðir fleiri en fjöldi atóma í alheiminum. Wired greindi frá öðrum framförum Google á sviði gervigreindar á miðvikudag. Sú gervigreind, sem Google notar til þess að þýða hin ýmsu tungumál með forritinu Google Translate, hefur nú þróað sitt eigið tungumál. Google tók í notkun svokallað tauganet í september til þess að bæta Google Translate og sjálfvirknivæða forritið í stað þess að reiða sig um of á notendur. Tauganetið lærir að þýða með því að líta á setningar í heild sinni fremur en stök orð og kemur það sér vel vegna þess hve málfræði tungumála getur verið frábrugðin. Nú hafa umsjónarmenn tauganetsins tekið eftir því að netið getur þýtt tungumál sem það hefur aldrei lært að þýða úr áður. „Gervigreindin getur þýtt úr kóresku á japönsku þrátt fyrir að hafa aldrei séð dæmi um slíkar þýðingar,“ sagði Mike Schuster, einn umsjónarmanna, í samtali við Wired. Schuster segir það mikilvægasta við framfarir tauganetsins ekki það að það geti þýtt úr málum sem það hafi ekki séð áður heldur aðferðina sem tauganetið notar. Það hefur búið til eigið tungumál, eins konar millitungumál, sem notast er við til að útskýra hvernig sé hægt að þýða orð og setningar úr málum sem tauganetið hefur ekki þýtt úr áður. Því má búast við að þýðingargeta Google Translate muni aukast eftir því sem fram líða stundir og tauganetið að baki forritinu lærir meira.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58