Umfjöllun, myndir og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 29-17 | Slátrun í seinni Kristinn Páll Teitsson í Mosfellsbæ skrifar 8. desember 2016 21:15 Afturelding gekk frá Stjörnunni í seinni hálfleik og vann 29-17 sigur á Garðbæingum en eftir jafnræði framan af settu Mosfellingar í lás í vörninni og gengu frá leiknum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Fyrirfram hefði eflaust mátt búast við öruggum sigri Mosfellinga sem voru í efsta sæti deildarinnar gegn nýliðunum sem eru í botnsætinu þegar fjórtán umferðir eru búnar. Mosfellingar byrjuðu leikinn á að tefla fram aukamanni inn á línunni en það kom í bakið á þeim því Stjarnan leiddi á upphafsmínútunum og Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var fljótur að breyta til. Afturelding náði betri tökum á leiknum og forskotinu stuttu síðar en Garðbæingar voru ákafir í að missa Aftureldingu ekki langt fram úr sér. Hélst munurinn í 1-2 mörkum allan fyrri hálfleikinn og leiddu Mosfellingar í hálfleik 13-11. Í upphafi seinni hálfleiks settu Mosfellingar einfaldlega í þotugírinn og kafsigldu gestina. Níu mörk gegn aðeins einu á fyrstu tíu mínútunum gerði út um leikinn. Í sókninni fór allt í fimmta gír en á sama tíma hrökk vörnin í gang og þau fáu færi sem gestirnir úr Garðabænum sköpuðu sér fóru flest öll forgörðum. Var sigurinn aldrei í hættu eftir það en Stjarnan sem náði aðeins að setja sjö mörk á Aftureldingu í seinni hálfleik hefur nú aðeins fengið eitt stig úr síðustu sjö leikjum og situr áfram í botnsætinu. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með átta mörk úr þrettán skotum en Ari Pétursson var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með fjögur mörk.Einar Andri: Strákarnir eiga hrós skilið eftir þennan leik „Það voru engin sérstök töfraorð, við fórum yfir helstu atriðin og fínpússuðum hlutina fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, aðspurður hvaða töfraorð hefðu komið hans mönnum af stað fyrir seinni hálfleikinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan var fín framan af en við þurfum að fínstilla okkur. Við vorum að hleypa þeim í auðveld skot og að fara illa með góð færi en strákarnir bættu fyrir það.“ Einar taldi þetta bestu spilamennsku liðsins hingað til á tímabilinu. „Það var gott tempó hjá okkur í sókninni en á sama tíma agaðir í vörninni. Þetta var heildsteyptasti leikurinn okkar í vetur og strákarnir eiga hrós skilið.“ Afturelding er því komið aftur á sigurbraut eftir tvö jafntefli í röð. „Við erum búnir að vera í erfiðum leikjum en við brugðumst vel við í dag og svöruðum með einum besta leik okkar í vetur,“ sagði Einar Andri að lokum.Einar: Hárrétt að við vorum einfaldlega rassskelltir í kvöld „Seinni hálfleikur var vægast sagt lélegur, það vantaði allan anda í okkur í þokkabót og það er hárrétt að við vorum einfaldlega rassskelldir í seinni hálfleik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, hreinskilinn aðspurður út í leik kvöldsins. Einar var ánægður með spilamennskuna framan af en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik. „Við fengum færi til þess að refsa þeim meira í fyrri hálfleik og við áttum eitthvað inni að mínu mati. Ég var sæmilega vongóður um að við gætum tekið tvö stig í dag en þetta fór í þveröfuga átt í seinni hálfleik, þetta var hrein hörmung.“ Stjarnan var í vandræðum bæði í sókn sem og vörn í seinni hálfleik. „Það er sama hvar maður drepur niður fæti þegar maður skoðar spilamennskuna. Það stóð ekki steinn yfir steini og við vorum á köflum eins og krakkar í höndunum á þeim.“ Þrátt fyrir aðeins eitt stig í síðustu sjö leikjum var Einar brattur fyrir næstu leikjum. „Við horfum lítið til baka, við reynum að einbeita okkur að því að verða betri og það voru smá bætingar framan af hjá okkur. Ólafur er að koma inn í þetta af krafti en svo verður skipsbrot í seinni hálfleik.“Árni: Lang besta frammistaðan okkar í vetur „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, þetta var lang besta frammistaðan okkar hingað til í vetur,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, sigurreyfur að leikslokum. „Við spiluðum vel allar sextíu mínútur leiksins í kvöld. Við vorum að spila vel framan af en Sveinbjörn var heitur í markinu hjá þeim og við vorum að klúðra úr dauðafærum.“ Árni sagðist aldrei hafa orðið stressaður þrátt fyrir að liðin hafi skipst á forskotinu í fyrri hálfleik. „Það skipti engu máli hvort það gekk vel eða illa, við vorum allir ákveðnir í að spila þetta sem einn bæði í vörn og í sókn. Við vorum staðráðnir í að sýna að við erum með betra liðið eftir að hafa unnið meintan heppnissigur síðast þegar við mættumst.“ Þetta var seinasti heimaleikur ársins hjá Aftureldingu og Árni sagði leikmennina hafa verið ákveðna í að bjóða upp á góðan leik. „Við vildum enda þetta ár á sigri sem sendi út yfirlýsingu. Við ætluðum að sýna það í kvöld að við erum með betra liðið og lokatölurnar sýna það.“Vísir/AntonVísir/AntonElvar Ásgeirsson í leiknum í kvöld.Vísir/AntonVísir/Anton Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Afturelding gekk frá Stjörnunni í seinni hálfleik og vann 29-17 sigur á Garðbæingum en eftir jafnræði framan af settu Mosfellingar í lás í vörninni og gengu frá leiknum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Fyrirfram hefði eflaust mátt búast við öruggum sigri Mosfellinga sem voru í efsta sæti deildarinnar gegn nýliðunum sem eru í botnsætinu þegar fjórtán umferðir eru búnar. Mosfellingar byrjuðu leikinn á að tefla fram aukamanni inn á línunni en það kom í bakið á þeim því Stjarnan leiddi á upphafsmínútunum og Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var fljótur að breyta til. Afturelding náði betri tökum á leiknum og forskotinu stuttu síðar en Garðbæingar voru ákafir í að missa Aftureldingu ekki langt fram úr sér. Hélst munurinn í 1-2 mörkum allan fyrri hálfleikinn og leiddu Mosfellingar í hálfleik 13-11. Í upphafi seinni hálfleiks settu Mosfellingar einfaldlega í þotugírinn og kafsigldu gestina. Níu mörk gegn aðeins einu á fyrstu tíu mínútunum gerði út um leikinn. Í sókninni fór allt í fimmta gír en á sama tíma hrökk vörnin í gang og þau fáu færi sem gestirnir úr Garðabænum sköpuðu sér fóru flest öll forgörðum. Var sigurinn aldrei í hættu eftir það en Stjarnan sem náði aðeins að setja sjö mörk á Aftureldingu í seinni hálfleik hefur nú aðeins fengið eitt stig úr síðustu sjö leikjum og situr áfram í botnsætinu. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með átta mörk úr þrettán skotum en Ari Pétursson var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með fjögur mörk.Einar Andri: Strákarnir eiga hrós skilið eftir þennan leik „Það voru engin sérstök töfraorð, við fórum yfir helstu atriðin og fínpússuðum hlutina fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, aðspurður hvaða töfraorð hefðu komið hans mönnum af stað fyrir seinni hálfleikinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan var fín framan af en við þurfum að fínstilla okkur. Við vorum að hleypa þeim í auðveld skot og að fara illa með góð færi en strákarnir bættu fyrir það.“ Einar taldi þetta bestu spilamennsku liðsins hingað til á tímabilinu. „Það var gott tempó hjá okkur í sókninni en á sama tíma agaðir í vörninni. Þetta var heildsteyptasti leikurinn okkar í vetur og strákarnir eiga hrós skilið.“ Afturelding er því komið aftur á sigurbraut eftir tvö jafntefli í röð. „Við erum búnir að vera í erfiðum leikjum en við brugðumst vel við í dag og svöruðum með einum besta leik okkar í vetur,“ sagði Einar Andri að lokum.Einar: Hárrétt að við vorum einfaldlega rassskelltir í kvöld „Seinni hálfleikur var vægast sagt lélegur, það vantaði allan anda í okkur í þokkabót og það er hárrétt að við vorum einfaldlega rassskelldir í seinni hálfleik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, hreinskilinn aðspurður út í leik kvöldsins. Einar var ánægður með spilamennskuna framan af en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik. „Við fengum færi til þess að refsa þeim meira í fyrri hálfleik og við áttum eitthvað inni að mínu mati. Ég var sæmilega vongóður um að við gætum tekið tvö stig í dag en þetta fór í þveröfuga átt í seinni hálfleik, þetta var hrein hörmung.“ Stjarnan var í vandræðum bæði í sókn sem og vörn í seinni hálfleik. „Það er sama hvar maður drepur niður fæti þegar maður skoðar spilamennskuna. Það stóð ekki steinn yfir steini og við vorum á köflum eins og krakkar í höndunum á þeim.“ Þrátt fyrir aðeins eitt stig í síðustu sjö leikjum var Einar brattur fyrir næstu leikjum. „Við horfum lítið til baka, við reynum að einbeita okkur að því að verða betri og það voru smá bætingar framan af hjá okkur. Ólafur er að koma inn í þetta af krafti en svo verður skipsbrot í seinni hálfleik.“Árni: Lang besta frammistaðan okkar í vetur „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, þetta var lang besta frammistaðan okkar hingað til í vetur,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, sigurreyfur að leikslokum. „Við spiluðum vel allar sextíu mínútur leiksins í kvöld. Við vorum að spila vel framan af en Sveinbjörn var heitur í markinu hjá þeim og við vorum að klúðra úr dauðafærum.“ Árni sagðist aldrei hafa orðið stressaður þrátt fyrir að liðin hafi skipst á forskotinu í fyrri hálfleik. „Það skipti engu máli hvort það gekk vel eða illa, við vorum allir ákveðnir í að spila þetta sem einn bæði í vörn og í sókn. Við vorum staðráðnir í að sýna að við erum með betra liðið eftir að hafa unnið meintan heppnissigur síðast þegar við mættumst.“ Þetta var seinasti heimaleikur ársins hjá Aftureldingu og Árni sagði leikmennina hafa verið ákveðna í að bjóða upp á góðan leik. „Við vildum enda þetta ár á sigri sem sendi út yfirlýsingu. Við ætluðum að sýna það í kvöld að við erum með betra liðið og lokatölurnar sýna það.“Vísir/AntonVísir/AntonElvar Ásgeirsson í leiknum í kvöld.Vísir/AntonVísir/Anton
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira