Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2016 15:20 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Ráðherrann leggur það fram fyrir starfsstjórn þar sem ný ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks missti meirihluta sinn í þingkosningunum í október. Þetta er í fjórða sinn sem fjárlög eru lögð fram af starfsstjórn en Bjarni rakti það í upphafi ræðu sinnar að það hefði verið gert árin 1945, 1947 og 1950. Ráðherrann lagði áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að tekist hafi að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á síðustu árum þá sé Ísland sé enn skuldsett land. Eitt helsta meginstefið í stefnu fráfarandi ríkisstjórnar í ríkisfjármálum hafi verið að lækka skuldir ríksins og draga þannig úr vaxtabyrði. Tekist hafi að minnka skuldirnar þó nokkuð en það verður þó enn um hríð eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda að grynnka enn meir á skuldunum, að sögn Bjarna.Vonast til að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verði samþykkt fyrir jól Hann sagði jafnframt ekki hægt að líta framhjá því að þensla kunni að ógna efnahagslegum stöðugleika. Nefndi Bjarni mikinn vöxt í ferðaþjónustunni sem dæmi um þenslumerki og þá staðreynd að laun hafa hækkað mikið umfram framleiðsluvöxt. Þá væri uppsöfnuð fjárfestingaþörf hins opinbera mikil auk þess sem Bjarni nefndi fyrirhugaða hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR sem mun að óbreyttu kosta ríkið 4,5 milljarða króna á næsta ári. Í haust lagði Bjarni fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda á opinbera og almenna vinnumarkaðnum í kjölfar samkomulags sem undirritað var af hálfu ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Samkomulagið mætti hins vegar mikilli andstöðu ýmissa sérsambanda á opinbera markaðnum en í ræðu sinni í dag sagðist Bjarni vonast til að nýtt frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda yrði samþykkt fyrir jól. Þenslumerki krefjist agðrar hagstjórnar Ráðherrann sagði að á undanförnum dögum og vikum hefði átt sér stað samtal á milli hins opinbera og heildarsamtakanna um það hvernig aðlaga megi frumvarpið að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið eftir að samkomulagið, sem enn er í fullu gildi, var undirritað. Verði slíkt frumvarp samþykkt kemur ekki til þess að ríkið greiði 4,5 milljarða til A-deildar LSR. Bjarni sagði að þessi þenslumerki í hagkerfinu krefjist agaðrar hagstjórnar en við lok ræðu sinnar sagði hann meðal annars: „Það sem við höfum hér í höndunum er fjárlagafrumvarp sem lagt er fram þegar vel árar hjá Íslendingum. Tekjur eru að vaxa, við aukum framlög í heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og aðra mikilvæga innviði. [...] Landsmenn hafa notið verulegrar kaupmáttaraukningar á þessu ári og í fyrra og ef fram heldur sem horfir mun kaupmáttur halda áfram að vaxa. En það þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð. Ég vonast til að umræðan um opinber fjármál verði í auknum mæli tekin með hliðsjón af því hvernig við erum að sinna okkar markmiði að vinna að stöðugleika, sjálfbærni, varkárni og svo framvegis, því frekari styrking velferðarsamfélagsins er í raun og veru undir í þeirri umræðu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Ráðherrann leggur það fram fyrir starfsstjórn þar sem ný ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks missti meirihluta sinn í þingkosningunum í október. Þetta er í fjórða sinn sem fjárlög eru lögð fram af starfsstjórn en Bjarni rakti það í upphafi ræðu sinnar að það hefði verið gert árin 1945, 1947 og 1950. Ráðherrann lagði áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að tekist hafi að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á síðustu árum þá sé Ísland sé enn skuldsett land. Eitt helsta meginstefið í stefnu fráfarandi ríkisstjórnar í ríkisfjármálum hafi verið að lækka skuldir ríksins og draga þannig úr vaxtabyrði. Tekist hafi að minnka skuldirnar þó nokkuð en það verður þó enn um hríð eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda að grynnka enn meir á skuldunum, að sögn Bjarna.Vonast til að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verði samþykkt fyrir jól Hann sagði jafnframt ekki hægt að líta framhjá því að þensla kunni að ógna efnahagslegum stöðugleika. Nefndi Bjarni mikinn vöxt í ferðaþjónustunni sem dæmi um þenslumerki og þá staðreynd að laun hafa hækkað mikið umfram framleiðsluvöxt. Þá væri uppsöfnuð fjárfestingaþörf hins opinbera mikil auk þess sem Bjarni nefndi fyrirhugaða hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR sem mun að óbreyttu kosta ríkið 4,5 milljarða króna á næsta ári. Í haust lagði Bjarni fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda á opinbera og almenna vinnumarkaðnum í kjölfar samkomulags sem undirritað var af hálfu ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Samkomulagið mætti hins vegar mikilli andstöðu ýmissa sérsambanda á opinbera markaðnum en í ræðu sinni í dag sagðist Bjarni vonast til að nýtt frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda yrði samþykkt fyrir jól. Þenslumerki krefjist agðrar hagstjórnar Ráðherrann sagði að á undanförnum dögum og vikum hefði átt sér stað samtal á milli hins opinbera og heildarsamtakanna um það hvernig aðlaga megi frumvarpið að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið eftir að samkomulagið, sem enn er í fullu gildi, var undirritað. Verði slíkt frumvarp samþykkt kemur ekki til þess að ríkið greiði 4,5 milljarða til A-deildar LSR. Bjarni sagði að þessi þenslumerki í hagkerfinu krefjist agaðrar hagstjórnar en við lok ræðu sinnar sagði hann meðal annars: „Það sem við höfum hér í höndunum er fjárlagafrumvarp sem lagt er fram þegar vel árar hjá Íslendingum. Tekjur eru að vaxa, við aukum framlög í heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og aðra mikilvæga innviði. [...] Landsmenn hafa notið verulegrar kaupmáttaraukningar á þessu ári og í fyrra og ef fram heldur sem horfir mun kaupmáttur halda áfram að vaxa. En það þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð. Ég vonast til að umræðan um opinber fjármál verði í auknum mæli tekin með hliðsjón af því hvernig við erum að sinna okkar markmiði að vinna að stöðugleika, sjálfbærni, varkárni og svo framvegis, því frekari styrking velferðarsamfélagsins er í raun og veru undir í þeirri umræðu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00
Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp „Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson. 7. desember 2016 12:05
Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53