Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 21:09 Ljóst er að tæknirisinn ætlar að beita sér á sjálfkeyrandi bílamarkaðnum. Vísir/EPA Stórfyrirtækið Apple hefur viðurkennt í fyrsta skiptið að það hyggst fjárfesta í tækni tengdri sjálfkeyrandi bílum. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til bandarískra samgönguyfirvalda. BBC greinir frá.Í umræddu bréfi kemur fram að Apple telur að gríðarlegan samfélagslegan ávinning megi hafa af sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. Orðrómar um að fyrirtækið hyggðist beita sér í þessum geira hafa lengi verið uppi, en ekki verið staðfestir þar til nú. Talsmaður Apple sagði að í bréfinu til samgönguyfirvalda hefði fyrirtækið lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið sýndi hófsemi í reglugerðum fyrir sjálfkeyrandi bíla. Þetta væri nauðsynlegt til að tryggja að gömlum sem og nýjum bílaframleiðendum væri ekki mismunað.Leggja til að fyrirtæki sameini krafta sínaApple lagði jafnframt til að fyrirtæki sem væru að framleiða sjálfkeyrandi bíla eða hyggðust gera slíkt myndu sameina krafta sína. Þannig væri hægt að vinna saman að þróunarstarfi bílanna með því að deila upplýsingum um árekstra og önnur lítilvægari óhöpp. Þetta gæti tryggt betri og öruggari aksturskerfi fyrir bílana. Mikilvægt væri að hið opinbera ætti í samstarfi við fyrirtækin um réttláta deilingu og meðferð slíkra upplýsinga. Ekki er ljóst hvort að Apple hyggst framleiða eigin sjálfkeyrandi bíl. Uppi hafa verið kenningar um að fyrirtækið hafi hætt við þau plön til þess að einbeita sér þess í stað að því að framleiða hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla sem aðrir framleiðendur geta nýtt sér. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Stórfyrirtækið Apple hefur viðurkennt í fyrsta skiptið að það hyggst fjárfesta í tækni tengdri sjálfkeyrandi bílum. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til bandarískra samgönguyfirvalda. BBC greinir frá.Í umræddu bréfi kemur fram að Apple telur að gríðarlegan samfélagslegan ávinning megi hafa af sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. Orðrómar um að fyrirtækið hyggðist beita sér í þessum geira hafa lengi verið uppi, en ekki verið staðfestir þar til nú. Talsmaður Apple sagði að í bréfinu til samgönguyfirvalda hefði fyrirtækið lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið sýndi hófsemi í reglugerðum fyrir sjálfkeyrandi bíla. Þetta væri nauðsynlegt til að tryggja að gömlum sem og nýjum bílaframleiðendum væri ekki mismunað.Leggja til að fyrirtæki sameini krafta sínaApple lagði jafnframt til að fyrirtæki sem væru að framleiða sjálfkeyrandi bíla eða hyggðust gera slíkt myndu sameina krafta sína. Þannig væri hægt að vinna saman að þróunarstarfi bílanna með því að deila upplýsingum um árekstra og önnur lítilvægari óhöpp. Þetta gæti tryggt betri og öruggari aksturskerfi fyrir bílana. Mikilvægt væri að hið opinbera ætti í samstarfi við fyrirtækin um réttláta deilingu og meðferð slíkra upplýsinga. Ekki er ljóst hvort að Apple hyggst framleiða eigin sjálfkeyrandi bíl. Uppi hafa verið kenningar um að fyrirtækið hafi hætt við þau plön til þess að einbeita sér þess í stað að því að framleiða hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla sem aðrir framleiðendur geta nýtt sér.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira