Vildi koma sterkari til baka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 06:00 Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er í hópi markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. vísir/ernir Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn