Raunhæft að komast á stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið sem keppir í forkeppni fyrir HM 2017 í Færeyjum um helgina. vísir/ernir Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða