Finni sem býr á Írlandi ráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 12:30 Jussi Pitkanen. Mynd/Golfsamband Íslands Finninn Jussi Pitkanen hefur störf sem afreksstjóri Golfsambands Íslands í byrjun næsta árs en hann tekur við af Úlfari Jónssyni sem hefur verið landsliðsþjálfari GSÍ á undanförnum árum. Jussi Pitkanen er 39 ára gamall, fæddur í Finnlandi, en hefur búið og starfað á Írlandi í mörg ár. Hann verður búsettur í Dublin á Írlandi en kemur hingað til lands með reglulegu millibili. „Með með ráðningu Jussi Pitkanen munum við fá virkilega metnaðarfullan og hæfan einstakling til þess að leiða afreksmál GSÍ. Jussi Pitkanen hefur víðtæka reynslu á öllum sviðum sem mun nýtast honum og okkur vel á okkar vegferð við að fylgja okkar afreksstefnu og við byggja upp íslenska afrekskylfinga og landslið Íslands til framtíðar,“ segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ í frétt á golf.is en um 50 aðilar sóttu um stöðu afreksstjóra GSí og þar af bárust 46 umsóknir frá erlendum aðilum. „Ég hef lengi haft það sem markmið og átt mér þann draum að fá tækifæri í slíku starfi. Á undanförnum árum hef ég einbeitt mér að því að afla mér enn meiri þekkingar til þess að vera tilbúinn til þess að leiða landsliðsstarf. Það sem vakti mestan áhuga hjá mér á starfinu var starfslýsingin. Þar var tekið fram að sá sem yrði ráðinn ætti ekki aðeins að einbeita sér að afreksstarfinu hjá þeim elstu. Það var einnig óskað eftir því að sá sem yrði ráðinn ætti að leggja línurnar fyrir heildarmyndina í afreksstarfinu hjá GSÍ. Ég var viss um að reynslan mín og þekking gæti nýst vel í þetta verkefni,“ sagði Jussi Pitkanen við golf.is. Jussi bætir því við að hann hafi mikinn áhuga á að kynna sér söguna sem býr að baki árangri atvinnukylfinga frá Íslandi og nefnir þar Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Birgi Leif Hafþórsson sem dæmi. „Þau hafa náð lengst hér á landi og mér finnst mjög áhugavert að skoða sögu þeirra, hvað þau gerðu og hvernig, og ég get þá bætt reynslu minni í þann gagnagrunn sem er til staðar hér á landi hvað þetta varðar. Ég hef verið heppinn að kynnast nokkrum íslenskum afrekskylfingum í gegnum starf mitt hjá Dave Pelz. Ég hef verið í sambandi við nokkra þeirra frá þeim tíma og þeir hafa upplýst mig um ýmislegt sem hefur verið í gangi hér á landi,“ sagði Jussi Pitkanen í fyrrnefndu viðtal á heimasíðu Golfsambands Íslands. Golf Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Finninn Jussi Pitkanen hefur störf sem afreksstjóri Golfsambands Íslands í byrjun næsta árs en hann tekur við af Úlfari Jónssyni sem hefur verið landsliðsþjálfari GSÍ á undanförnum árum. Jussi Pitkanen er 39 ára gamall, fæddur í Finnlandi, en hefur búið og starfað á Írlandi í mörg ár. Hann verður búsettur í Dublin á Írlandi en kemur hingað til lands með reglulegu millibili. „Með með ráðningu Jussi Pitkanen munum við fá virkilega metnaðarfullan og hæfan einstakling til þess að leiða afreksmál GSÍ. Jussi Pitkanen hefur víðtæka reynslu á öllum sviðum sem mun nýtast honum og okkur vel á okkar vegferð við að fylgja okkar afreksstefnu og við byggja upp íslenska afrekskylfinga og landslið Íslands til framtíðar,“ segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ í frétt á golf.is en um 50 aðilar sóttu um stöðu afreksstjóra GSí og þar af bárust 46 umsóknir frá erlendum aðilum. „Ég hef lengi haft það sem markmið og átt mér þann draum að fá tækifæri í slíku starfi. Á undanförnum árum hef ég einbeitt mér að því að afla mér enn meiri þekkingar til þess að vera tilbúinn til þess að leiða landsliðsstarf. Það sem vakti mestan áhuga hjá mér á starfinu var starfslýsingin. Þar var tekið fram að sá sem yrði ráðinn ætti ekki aðeins að einbeita sér að afreksstarfinu hjá þeim elstu. Það var einnig óskað eftir því að sá sem yrði ráðinn ætti að leggja línurnar fyrir heildarmyndina í afreksstarfinu hjá GSÍ. Ég var viss um að reynslan mín og þekking gæti nýst vel í þetta verkefni,“ sagði Jussi Pitkanen við golf.is. Jussi bætir því við að hann hafi mikinn áhuga á að kynna sér söguna sem býr að baki árangri atvinnukylfinga frá Íslandi og nefnir þar Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Birgi Leif Hafþórsson sem dæmi. „Þau hafa náð lengst hér á landi og mér finnst mjög áhugavert að skoða sögu þeirra, hvað þau gerðu og hvernig, og ég get þá bætt reynslu minni í þann gagnagrunn sem er til staðar hér á landi hvað þetta varðar. Ég hef verið heppinn að kynnast nokkrum íslenskum afrekskylfingum í gegnum starf mitt hjá Dave Pelz. Ég hef verið í sambandi við nokkra þeirra frá þeim tíma og þeir hafa upplýst mig um ýmislegt sem hefur verið í gangi hér á landi,“ sagði Jussi Pitkanen í fyrrnefndu viðtal á heimasíðu Golfsambands Íslands.
Golf Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira