Drottningin snýr aftur Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. desember 2016 08:30 Ronda Rousey mætir Amöndu Nunes í aðalbardaganum á UFC 207 í nótt. Vísir/Getty Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi. Ronda var fyrirmynd ungra stúlkna, fjölmiðlar kölluðu hana Mike Tyson okkar tíma, Beyoncé var að vitna í hana á tónleikum og hún mætti í alla vinsælustu spjallþættina. Eftir tapið hvarf hún hins vegar úr sviðsljósinu og lét ekki sjá sig opinberlega í marga mánuði. Á meðan Ronda hélt sig frá búrinu gekk beltið í bantamvigtinni kvenna á milli eins og heit kartafla. Holly Holm vann titilinn af Rondu en tapaði svo beltinu í sinni fyrstu titilvörn gegn Mieshu Tate. Ekki tókst Tate betur enda tapaði hún fyrir hinni brasilísku Amöndu Nunes eftir hengingu í 1. lotu. Í nótt, 13 mánuðum eftir tapið, snýr drottning UFC aftur í búrið þegar hún mætir nýja meistaranum Nunes og getur endurheimt beltið, stoltið og aðdáun bardagaunnenda. Fyrir utan einstaka viðtöl eins og í þætti Ellen hefur hún nánast ekkert talað um tapið erfiða gegn Holly Holm. Fyrir bardagann gegn Nunes hefur hún neitað að tala við fjölmiðla og var enginn blaðamannafundur haldinn fyrir bardagakvöldið líkt og venjan er. Hún hefur því ekki þurft að svara erfiðum spurningum um bardagann eða spurningum um þjálfarateymið sem gaf henni hræðileg ráð eftir fyrstu lotuna gegn Holm. Ronda heldur því fram að fjölmiðlar hafi snúið baki við sér og hefur ekki áhuga á að gera neitt nema að vinna bardagann. Einnig brást hún illa við þegar kollegi hennar í UFC, Paige VanZant, ætlaði að tala við hana fyrr á árinu. Ronda neitaði að tala við VanZant þar sem hún hafði óskað Holm til hamingju með sigurinn gegn Rondu á sínum tíma á samfélagsmiðlum. Bardaginn gegn Holm og hvernig hún hefur brugðist við tapinu setur stórt spurningarmerki við hugarástand Rondu Rousey. Sú staðreynd að hún vilji ekki svara spurningum um bardagann lætur hana líta út fyrir að vera viðkvæma og það vill enginn rétt fyrir bardaga.Vísir/GettyÞað er engin tilviljun að Amanda Nunes sé meistarinn í dag. Hún er feikilega góð bardagakona og af 13 sigrum hennar hafa níu komið eftir rothögg. Þá er Nunes með tíu sigra í fyrstu lotu og gott bakland þjálfara með sér. Stuðlarnir fyrir bardagann eru hnífjafnir en Ronda hefur ávallt verið talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardaga sína þar til nú. Bardagaaðdáendur efast um að hún sé jafn öflug og hún áður var. Núna eru 411 dagar síðan Ronda barðist síðast og vitum við í raun ekkert hvað hún er búin að vera að gera síðan hún barðist síðast. Hún lítur út fyrir að vera í hörku formi en hversu mikið hefur hún bætt sig frá því við sáum hana síðast? Enn eitt spurningarmerkið fyrir þennan bardaga er þjálfari Rondu Rousey - hinn umdeildi Edmond Tarverdyan. Edmond fékk sinn skerf af gagnrýni áður en Ronda barðist við Holm og talaði mamma hennar um hve ömurlegur þjálfari og hve ömurleg persóna hann væri. Helst vildi hún aka yfir hann á bílnum sínum en það eina sem var að stoppa hana voru lögin. Gagnrýnin óx ásmegin eftir tapið gegn Holm enda virtist Ronda vera ráðþrota snemma í bardaganum og fékk hún engin vitsmunaleg ráð frá Edmond. Edmond er einn umdeildasti karakterinn í MMA heiminum í dag og hafa fáir bardagamenn staðið sig vel undir hans leiðsögn. Það er ljóst að þetta verður virkilega áhugaverður bardagi. Ronda Rousey sagði nýlega að þetta gæti verið einn af hennar síðustu bardögum og velta margir því fyrir sér hvort Ronda muni hreinlega hætta ef hún tapar. Munum við sjá gömlu góðu Rondu Rousey sem valtaði yfir andstæðingana í einni lotu? Eða hefur hún ekki enn jafnað sig eftir þetta erfiða tap? Mun hún brotna í bardaganum eftir fyrsta þunga höggið frá Nunes? Við munum komast að því í nótt þegar Ronda Rousey mætir Amöndu Nunes í aðalbardaganum á UFC 207. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Tengdar fréttir Upphitun hafin fyrir UFC 207 UFC er búið að birta fyrsta upphitunarþáttinn fyrir UFC 207 sem fer fram um næstu helgi í beinni á Stöð 2 Sport. 27. desember 2016 11:30 Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30 Cody þoldi ekki stríðni um kærustuna og gekk út úr viðtali Dominick Cruz og Cody Garbrandt mættust í sjónvarpsrimmu í gær en voru þó í sitt hvoru heberginu í Las Vegas. 29. desember 2016 13:30 Ronda mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir UFC 207 Ronda Rousey mun ekki mæta á blaðamannafund fyrir UFC 207 bardagakvöldið. 24. desember 2016 15:00 Ronda lætur Conor og Mayweather heyra það Ronda Rousey er ekki hrifinn af því sem Conor McGregor og Floyd Mayweather eru að gera þessa dagana. 16. desember 2016 22:30 Ronda: Ég mun hætta fljótlega Ronda Rousey stígur í búrið á nýjan leik um áramótin og hún segir að það sé ekki hennar síðasti bardagi þó svo margir séu á því. 8. desember 2016 11:30 Geggjuð auglýsing með Rondu Ef þú varst ekki kominn í gír fyrir endurkomu Rondu Rousey þá kemstu í hann eftir að hafa séð þessa auglýsingu. 8. desember 2016 13:30 Cody lætur troða blöðru upp í nefið á sér Það er ótrúlegt hvað UFC-bardagakappar leggja á sig í aðdraganda bardaga. 29. desember 2016 17:15 Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi. Ronda var fyrirmynd ungra stúlkna, fjölmiðlar kölluðu hana Mike Tyson okkar tíma, Beyoncé var að vitna í hana á tónleikum og hún mætti í alla vinsælustu spjallþættina. Eftir tapið hvarf hún hins vegar úr sviðsljósinu og lét ekki sjá sig opinberlega í marga mánuði. Á meðan Ronda hélt sig frá búrinu gekk beltið í bantamvigtinni kvenna á milli eins og heit kartafla. Holly Holm vann titilinn af Rondu en tapaði svo beltinu í sinni fyrstu titilvörn gegn Mieshu Tate. Ekki tókst Tate betur enda tapaði hún fyrir hinni brasilísku Amöndu Nunes eftir hengingu í 1. lotu. Í nótt, 13 mánuðum eftir tapið, snýr drottning UFC aftur í búrið þegar hún mætir nýja meistaranum Nunes og getur endurheimt beltið, stoltið og aðdáun bardagaunnenda. Fyrir utan einstaka viðtöl eins og í þætti Ellen hefur hún nánast ekkert talað um tapið erfiða gegn Holly Holm. Fyrir bardagann gegn Nunes hefur hún neitað að tala við fjölmiðla og var enginn blaðamannafundur haldinn fyrir bardagakvöldið líkt og venjan er. Hún hefur því ekki þurft að svara erfiðum spurningum um bardagann eða spurningum um þjálfarateymið sem gaf henni hræðileg ráð eftir fyrstu lotuna gegn Holm. Ronda heldur því fram að fjölmiðlar hafi snúið baki við sér og hefur ekki áhuga á að gera neitt nema að vinna bardagann. Einnig brást hún illa við þegar kollegi hennar í UFC, Paige VanZant, ætlaði að tala við hana fyrr á árinu. Ronda neitaði að tala við VanZant þar sem hún hafði óskað Holm til hamingju með sigurinn gegn Rondu á sínum tíma á samfélagsmiðlum. Bardaginn gegn Holm og hvernig hún hefur brugðist við tapinu setur stórt spurningarmerki við hugarástand Rondu Rousey. Sú staðreynd að hún vilji ekki svara spurningum um bardagann lætur hana líta út fyrir að vera viðkvæma og það vill enginn rétt fyrir bardaga.Vísir/GettyÞað er engin tilviljun að Amanda Nunes sé meistarinn í dag. Hún er feikilega góð bardagakona og af 13 sigrum hennar hafa níu komið eftir rothögg. Þá er Nunes með tíu sigra í fyrstu lotu og gott bakland þjálfara með sér. Stuðlarnir fyrir bardagann eru hnífjafnir en Ronda hefur ávallt verið talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardaga sína þar til nú. Bardagaaðdáendur efast um að hún sé jafn öflug og hún áður var. Núna eru 411 dagar síðan Ronda barðist síðast og vitum við í raun ekkert hvað hún er búin að vera að gera síðan hún barðist síðast. Hún lítur út fyrir að vera í hörku formi en hversu mikið hefur hún bætt sig frá því við sáum hana síðast? Enn eitt spurningarmerkið fyrir þennan bardaga er þjálfari Rondu Rousey - hinn umdeildi Edmond Tarverdyan. Edmond fékk sinn skerf af gagnrýni áður en Ronda barðist við Holm og talaði mamma hennar um hve ömurlegur þjálfari og hve ömurleg persóna hann væri. Helst vildi hún aka yfir hann á bílnum sínum en það eina sem var að stoppa hana voru lögin. Gagnrýnin óx ásmegin eftir tapið gegn Holm enda virtist Ronda vera ráðþrota snemma í bardaganum og fékk hún engin vitsmunaleg ráð frá Edmond. Edmond er einn umdeildasti karakterinn í MMA heiminum í dag og hafa fáir bardagamenn staðið sig vel undir hans leiðsögn. Það er ljóst að þetta verður virkilega áhugaverður bardagi. Ronda Rousey sagði nýlega að þetta gæti verið einn af hennar síðustu bardögum og velta margir því fyrir sér hvort Ronda muni hreinlega hætta ef hún tapar. Munum við sjá gömlu góðu Rondu Rousey sem valtaði yfir andstæðingana í einni lotu? Eða hefur hún ekki enn jafnað sig eftir þetta erfiða tap? Mun hún brotna í bardaganum eftir fyrsta þunga höggið frá Nunes? Við munum komast að því í nótt þegar Ronda Rousey mætir Amöndu Nunes í aðalbardaganum á UFC 207. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Tengdar fréttir Upphitun hafin fyrir UFC 207 UFC er búið að birta fyrsta upphitunarþáttinn fyrir UFC 207 sem fer fram um næstu helgi í beinni á Stöð 2 Sport. 27. desember 2016 11:30 Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30 Cody þoldi ekki stríðni um kærustuna og gekk út úr viðtali Dominick Cruz og Cody Garbrandt mættust í sjónvarpsrimmu í gær en voru þó í sitt hvoru heberginu í Las Vegas. 29. desember 2016 13:30 Ronda mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir UFC 207 Ronda Rousey mun ekki mæta á blaðamannafund fyrir UFC 207 bardagakvöldið. 24. desember 2016 15:00 Ronda lætur Conor og Mayweather heyra það Ronda Rousey er ekki hrifinn af því sem Conor McGregor og Floyd Mayweather eru að gera þessa dagana. 16. desember 2016 22:30 Ronda: Ég mun hætta fljótlega Ronda Rousey stígur í búrið á nýjan leik um áramótin og hún segir að það sé ekki hennar síðasti bardagi þó svo margir séu á því. 8. desember 2016 11:30 Geggjuð auglýsing með Rondu Ef þú varst ekki kominn í gír fyrir endurkomu Rondu Rousey þá kemstu í hann eftir að hafa séð þessa auglýsingu. 8. desember 2016 13:30 Cody lætur troða blöðru upp í nefið á sér Það er ótrúlegt hvað UFC-bardagakappar leggja á sig í aðdraganda bardaga. 29. desember 2016 17:15 Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Upphitun hafin fyrir UFC 207 UFC er búið að birta fyrsta upphitunarþáttinn fyrir UFC 207 sem fer fram um næstu helgi í beinni á Stöð 2 Sport. 27. desember 2016 11:30
Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30
Cody þoldi ekki stríðni um kærustuna og gekk út úr viðtali Dominick Cruz og Cody Garbrandt mættust í sjónvarpsrimmu í gær en voru þó í sitt hvoru heberginu í Las Vegas. 29. desember 2016 13:30
Ronda mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir UFC 207 Ronda Rousey mun ekki mæta á blaðamannafund fyrir UFC 207 bardagakvöldið. 24. desember 2016 15:00
Ronda lætur Conor og Mayweather heyra það Ronda Rousey er ekki hrifinn af því sem Conor McGregor og Floyd Mayweather eru að gera þessa dagana. 16. desember 2016 22:30
Ronda: Ég mun hætta fljótlega Ronda Rousey stígur í búrið á nýjan leik um áramótin og hún segir að það sé ekki hennar síðasti bardagi þó svo margir séu á því. 8. desember 2016 11:30
Geggjuð auglýsing með Rondu Ef þú varst ekki kominn í gír fyrir endurkomu Rondu Rousey þá kemstu í hann eftir að hafa séð þessa auglýsingu. 8. desember 2016 13:30
Cody lætur troða blöðru upp í nefið á sér Það er ótrúlegt hvað UFC-bardagakappar leggja á sig í aðdraganda bardaga. 29. desember 2016 17:15
Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30