Dominick Cruz og Cody Garbrandt mættust í sjónvarpsrimmu í gær en voru þó í sitt hvoru heberginu í Las Vegas.
Þeir berjast aðfararnótt laugardags í næststærsta bardaganum á UFC 207 en aðalbardaginn er á milli Rondu Rousey og Amöndu Nunes.
Cruz er handhafi bantamvigtarbeltisins en flestir búast við því Garbrandt láti Cruz hafa fyrir hlutunum en Cruz hefur unnið þrettán bardaga í röð. Tapaði síðast árið 2007.
Cruz sagði á dögunum að kærasta Cody væri greinilega í buxunum í þeirra sambandi. Hann hélt uppteknum hætti þarna og sagði Garbrandt að passa betur upp á hana.
Þar snerti hann greinilegi viðkvæman streng hjá Garbrandt því hann stóð upp og ætlaði yfir í herbergið hans Cruz til þess að lúskra á honum. Öryggisverðir UFC leyfðu það að sjálfsögðu ekki.
Það er því 1-0 í sálfræðistríðinu fyrir Cruz sem er svolítið að skóla strákinn til í aðdragandanum.
Uppákomuna má sjá hér að ofan.
