Alþingi frelsar forstjórana Ögmundur Jónasson skrifar 28. desember 2016 07:00 Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir kjararáð. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að með því móti var ákvörðunarvaldið um launakjör þeirra fært nær þeim, til stjórna viðkomandi stofnana sem þeir töldu að hefðu skilning á því hve lífsnauðsynlegt það væri að þeir væru „sambærilegir“ kollegunum á markaði. Og þar var nú aldeils ekki leiðum að líkjast í aðdraganda hrunsins. Sá blómatími er nú aftur að renna upp – þrengingar samstöðuáranna að baki – tími til að losa sig að nýju við mél og beisli og skeiða út á völlinn í bland við ótemjurnar sem eru blessunarlega lausar við allt sem flokka má undir samfélagslega ábyrgð.Með blessun Alþingis Í greinargerð með frumvarpi, sem flokkarnir á Alþingi sameinuðust um á aðventunni, segir: „Fyrir liggur að mikil óánægja er meðal forstöðumanna með núverandi fyrirkomulag launaákvarðana, sem er miðstýrt og byggir á einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Ástæður þeirrar óánægju eru margar. Meðal þess sem þeir nefna er það sem þeir kalla tregðu kjararáðs … nýtt fyrirkomulag launaákvarðana þyrfti að byggja á tiltölulega fáum og skýrum matsþáttum, vera samræmt að hluta til en gefa möguleika á að umbuna sérstaklega fyrir annaðhvort sérstakar áherslur viðkomandi starfs eða góðan árangur forstöðumannsins. Eins þyrfti að tryggja að launaþróun þeirra væri í takt við launaþróun stjórnenda á hinum almenna vinnumarkaði til að skapa ríkinu samkeppnismöguleika um hæfa stjórnendur.“Bónusar fyrir „góðan árangur“ Mikið hljómar þetta allt kunnuglega. Meira segja bónusarnir mættir að nýju þótt ekki séu þeir nefndir á nafn. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem nú liggur fyrir, fer ákvörðun um launakjör forstjóra Landsvirkjunar að nýju til stjórnar þeirrar stofnunar og ákvörðun um laun og starfskjör forstjóra Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins fer einnig til stjórnar viðkomandi stofnana þótt fingur ráðherra komi þar einnig nærri.Kátt er í ranninum Mest er sennilega þó hátíð í þeim ranninum sem heitir „hlutafélag með meirihlutaeign ríkisins“. Þar erum við m.a. að tala um bankastofnanir sem í hruninu höfnuðu í meirihlutaeign ríkisins. Stofnanir af þessu tagi færast nú undan hinu illa kjararáði og verða frjálsar sem fuglinn fljúgandi. Á þingi ræddu menn sig bláa í framan um mikilvægi gagnsæis, að við vissum allt um þá sem sætu í kjararáði, hvað þeir hefðu aðhafst og hugsað á lífsins göngu áður en þeir hefðu verið skipaðir í ráðið, og síðan helst hvað hver og einn segði orð fyrir orð á hverjum fundi þar sem eftirlegukindurnar væru ræddar í þaula. Sjálfum finnst mér að niðurstaðan ein skipti máli. Að henni fenginni og með aðgengi að greinargerð kjararáðs getur hver og einn beitt eigin dómgreind til að finna út hvort niðurstaðan sé sannfærandi og hvort ætla megi að hún sé réttlát eða ranglát.Einn á móti þremur Í grófum dráttum er mitt viðmið að sá hæsti sem heyrir undir ríkið megi aldrei vera hærri en með þrisvar sinnum laun hins lægsta. Ef þeim hæsta eru skammtaðar þrjár milljónir á mánuði eins og nú er gert, þá fái hinn lægsti milljón. Með lagabreytingu Alþingis fækkar þeim sem falla undir slíka smásjá því forstjórarnir geta nú fagnað frelsi sínu, lausir við slíkan leiðindasamanburð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir kjararáð. Hvers vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að með því móti var ákvörðunarvaldið um launakjör þeirra fært nær þeim, til stjórna viðkomandi stofnana sem þeir töldu að hefðu skilning á því hve lífsnauðsynlegt það væri að þeir væru „sambærilegir“ kollegunum á markaði. Og þar var nú aldeils ekki leiðum að líkjast í aðdraganda hrunsins. Sá blómatími er nú aftur að renna upp – þrengingar samstöðuáranna að baki – tími til að losa sig að nýju við mél og beisli og skeiða út á völlinn í bland við ótemjurnar sem eru blessunarlega lausar við allt sem flokka má undir samfélagslega ábyrgð.Með blessun Alþingis Í greinargerð með frumvarpi, sem flokkarnir á Alþingi sameinuðust um á aðventunni, segir: „Fyrir liggur að mikil óánægja er meðal forstöðumanna með núverandi fyrirkomulag launaákvarðana, sem er miðstýrt og byggir á einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Ástæður þeirrar óánægju eru margar. Meðal þess sem þeir nefna er það sem þeir kalla tregðu kjararáðs … nýtt fyrirkomulag launaákvarðana þyrfti að byggja á tiltölulega fáum og skýrum matsþáttum, vera samræmt að hluta til en gefa möguleika á að umbuna sérstaklega fyrir annaðhvort sérstakar áherslur viðkomandi starfs eða góðan árangur forstöðumannsins. Eins þyrfti að tryggja að launaþróun þeirra væri í takt við launaþróun stjórnenda á hinum almenna vinnumarkaði til að skapa ríkinu samkeppnismöguleika um hæfa stjórnendur.“Bónusar fyrir „góðan árangur“ Mikið hljómar þetta allt kunnuglega. Meira segja bónusarnir mættir að nýju þótt ekki séu þeir nefndir á nafn. Samkvæmt fyrirkomulaginu sem nú liggur fyrir, fer ákvörðun um launakjör forstjóra Landsvirkjunar að nýju til stjórnar þeirrar stofnunar og ákvörðun um laun og starfskjör forstjóra Byggðastofnunar, Fjármálaeftirlitsins, Íbúðalánasjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins fer einnig til stjórnar viðkomandi stofnana þótt fingur ráðherra komi þar einnig nærri.Kátt er í ranninum Mest er sennilega þó hátíð í þeim ranninum sem heitir „hlutafélag með meirihlutaeign ríkisins“. Þar erum við m.a. að tala um bankastofnanir sem í hruninu höfnuðu í meirihlutaeign ríkisins. Stofnanir af þessu tagi færast nú undan hinu illa kjararáði og verða frjálsar sem fuglinn fljúgandi. Á þingi ræddu menn sig bláa í framan um mikilvægi gagnsæis, að við vissum allt um þá sem sætu í kjararáði, hvað þeir hefðu aðhafst og hugsað á lífsins göngu áður en þeir hefðu verið skipaðir í ráðið, og síðan helst hvað hver og einn segði orð fyrir orð á hverjum fundi þar sem eftirlegukindurnar væru ræddar í þaula. Sjálfum finnst mér að niðurstaðan ein skipti máli. Að henni fenginni og með aðgengi að greinargerð kjararáðs getur hver og einn beitt eigin dómgreind til að finna út hvort niðurstaðan sé sannfærandi og hvort ætla megi að hún sé réttlát eða ranglát.Einn á móti þremur Í grófum dráttum er mitt viðmið að sá hæsti sem heyrir undir ríkið megi aldrei vera hærri en með þrisvar sinnum laun hins lægsta. Ef þeim hæsta eru skammtaðar þrjár milljónir á mánuði eins og nú er gert, þá fái hinn lægsti milljón. Með lagabreytingu Alþingis fækkar þeim sem falla undir slíka smásjá því forstjórarnir geta nú fagnað frelsi sínu, lausir við slíkan leiðindasamanburð. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun