Fyrsta Home Alone myndin kom út árið 1990 og hefur hún verið ein allra vinsælasta jólamyndin síðan þá. Tveimur árum síðar kom síðan út Home Alone 2 og varð hún einnig álíka vinsæl. Friends og Home Alone eru bæði klassík en það sem kemur skemmtilega á óvart er að ákveðin tenging er á milli þáttanna og jólamyndanna.
Þetta hefur YouTube-síðan 22 Vision fundið út en í síðustu þáttaröðinni í Friends keyptu Monica og Chandler hús. Hús sem sást fyrst í sjónvarpi árið 1990, einmitt þegar fyrsta Home Alone myndin kom út. Jú, þetta er sama húsið eins og sjá má hér að neðan.