Básúnuleikarinn Sammi spilaði undir ásamt félögum á meðan vígslan fór fram en það var sjálfur Siggi Hall sem sá um að gefa staðnum nýtt nafn.
Gestir staðarins voru með hressasta móti líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Veitingastaðurinn bar áður nafnið Sushisamba og er hann í miðbæ Reykjavíkur.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að veitingastaðurinn mætti ekki bera nafnið Sushisamba eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.
Sjá einnig: Sushisamba má ekki heita Sushisamba
Sushisamba var einn af tíu vinsælustu veitingastöðum landsins í byrjun síðasta árs samkvæmt tölum frá Meniga og seldi sushi fyrir um 300 milljónir króna árið 2015.





