Innsetningarræða Trumps: „Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 17:37 Trump sagði að í dag myndi valdið færast í hendur fólksins. vísir/epa Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31
Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53
Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00