Hann sagði líka á dögunum að næst myndi hann stíga í hnefaleikahringinn en ekki í búrið hjá UFC.
Írinn setti inn stutt myndband á Instagram í gær þar sem hann er að boxa í SBG-æfingasalnum í Dublin.
Conor hóf sinn feril í hnefaleikum á sínum tíma áður en hann færði sig yfir í UFC. Hann hefur því bakgrunn í íþróttinni og eins og allir hafa séð þá vantar ekki rothöggið í hann er hann keppir hjá UFC.
Enn er verið að vinna í að ganga frá bardaga hans og Mayweather en ef af verður yrði sá bardagi líklega mjög seint á þessu ári.