Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Stjarnan | Janus-lausir Haukar ráðalausir gegn botnliðinu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenker-höllinni skrifar 2. febrúar 2017 21:45 Ólafur Gústafsson var öflugur í kvöld. vísir/eyþór Stjarnan gerði sér lítið fyrir og batt enda á 9 leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla í handbolta í kvöld með 24-22 sigri á heimavelli Hauka. Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Haukar byrjuðu leikinn mun betur og náðu fljótt fjögurra marka forystu. Stjarnan virtist hafa litla trú á verkefni kvöldsins og buðu Haukum hreinlega upp á að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Það gerðist ekki því Haukar léku skelfilega í sókninni er leið á fyrri hálfleik. Þegar liðið náði að opna vörn Stjörnunnar skutu Haukar ýmist í Sveinbjörn Pétursson í marki Stjörnunnar eða stigu á línu. Fyrir vikið rönkuðu gestirnir úr Garðabæ við sér. Sáu að þeir áttu möguleika gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir þegar rúm mínúta var til hálfleiks 12-11. Stjarnan fór illa að ráði sínu eftir að Haukar jöfnuðu metin. Haukar misstu Adam Hauk Baumruk útaf í tvær mínútur en náðu samt að komast yfir fyrir hálfleik 13-12. Jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleik þó Haukar væru með frumkvæðið lengi vel. Haukar misstu þó hausinn um miðbik hálfleiksins þegar þeir létu augljós mistök dómara leiksins fara í taugarnar á sér. Haukar voru í sókn og höndin uppi. Sveinbjörn Pétursson varði skot Hauka í innkast en Ramunus Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson dómarar létu höndina ekki niður eins og reglur kveða á um og dæmdu í kjölfarið leiktöf. Haukar létu nánast alla dóma sem eftir lifði leiks fara í taugarnar á sér og munar um það í jöfnum leik. Þegar fimm mínútur voru eftir voru Haukar einu marki fyrir en Ólafur Gústafsson stórskytta Stjörnunnar sem er uppalinn FH-ingur skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og fagnaði ákaft með félögum sínum í leikslok. Ólafur var mjög góður í leiknum og virðist heill heilsu. Haukar söknuðu Janusar Daða Smárasonar mikið í leiknum en hann gekk til liðs við Álaborg í Danmörku í janúar. Leikmenn liðsins fengu þó nógu mörg færi í leiknum til að skora fleiri en 22 mörk en réðu illa við góðan Sveinbjörn Pétursson í marki Stjörnunnar. Króatíski risinn Ivan Ivokovic kom ekkert við sögu í leiknum. Stjarnan er nú með 13 stig líkt og Fram, Akureyri og Grótta í neðstu sætum deildarinnar. Haukar eru sem fyrr í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Ólafur: Extra mótivering fyrir mig, FH-inginnÓlafur GústafssonVísir/EyþórÓlafur Gústafsson æfði vel í fríinu síðan í desember og virðist vera búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá vellinum stærsta hluta tímabilsins til þessa. „Það var extra mótivering fyrir mig, FH-inginn, að mæta til leiks í kvöld og taka tvö stig,“ sagði glaðbeittur Ólafur Gústafsson eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Ólafur lék mjög vel í leiknum og er vonandi orðinn heill hans og Stjörnunnar vegna. „Ég er góður. Ég hef æft mjög vel í pásunni og náð að spila mig vel inn í leik liðsins. „Ég fékk smá pásu til að geta tekið síðustu fimmtán mínúturnar. Ég held að það hafi verið fín ákvörðun hjá Einari þar sem ég var heitur,“ sagði Ólafur sem skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og var hetja Stjörnunnar í leiknum ásamt Sveinbirni Péturssyni markverði liðsins. „Ég held það hafi verið 11-7 í svona tíu mínútur en við héldum í trúna. Við klúðruðum dauðafærum en vorum flottir í vörninni og náðum að saxa á þess,“ sagði Ólafur en Stjarnan kom sér inn í leikinn með frábærum lokakafla í fyrri hálfleik. „Bæði lið gerðu dýr sóknarmistök á köflum og ég held að þeir hafi gert einu fleiri en við í lokin.“ Gunnar: Við misstum hausinnHaukar virtust vera með öll völd á vellinum þegar liðið var 11-7 yfir í fyrri hálfleik en ákaflega slæmur kafli hjá liðinu gaf Stjörnunni von og gestirnir úr Garðabænum unnu sig inn í leikinn í kjölfarið. „Þar köstum við þessu frá okkur. Það vantaði drápseðlið í okkur. Við vorum með öll tök á vellinum,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka. „Ég man ekki hvort þetta voru fimm færi í röð sem við fengum einn gegn markmanni. Við klúðruðum leiknum þar. Þar köstuðum við þessu frá okkur og hleypum þeim inn í leikinn. Í staðin fyrir að vera 6 til 9 mörkum yfir í hálfleik er þetta jafn leikur. „Við missum svo hausinn á síðustu 10 mínútunum og þeir eru klókari og klára þetta verðskuldað,“ sagðu Gunnar. Dómarar leiksins þeir Þorleifur Árni Björnsson og Ramunas Mikalonis gerðu augljós mistök í leiknum sem Haukar létu fara í taugarnar á sér og varð það í raun til þess að liðið missti hausinn. „Að hluta til þá missum við einbeitinguna og verðum sjálfum okkur verstir. Brjótum klaufalega af okkur lendum mikið manni færri. Það var kannski munurinn eftir að við hleypum þeim inn í leikinn á lokakaflanum. „Það erum við sem missum hausinn en þeir halda haus og klára þetta. Það er munurinn á liðunum. Haukar söknuðu Janusar Daða Smárasonar mikið í leiknum en Gunnar segir Hauka vera með mannskap til að fylla í hans skarð. „Við skoruðum 22 mörk. Það er ekki nógu gott en við sköpum okkur nógu mörg færi til að klára þennan leik. Við þurfum bara að koma boltanum á markið. „Ég ætlast til þess að þeir leikmenn sem eru hérna stígi betur upp og axli ábyrgð. Þetta gengur ekki. Þetta var engan vegin nógu gott,“ sagði Gunnar. Króatíski risinn Ivan Ivokovic lék ekkert með Haukum í leiknum en margir bíða spenntir eftir að sjá hann í leik með Haukum. Hann sat á bekknum allan leikinn. „Hann náði bara einni æfingu fyrir leikinn og er ekki inni í neinu.“Vísir/Eyþór Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og batt enda á 9 leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla í handbolta í kvöld með 24-22 sigri á heimavelli Hauka. Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Haukar byrjuðu leikinn mun betur og náðu fljótt fjögurra marka forystu. Stjarnan virtist hafa litla trú á verkefni kvöldsins og buðu Haukum hreinlega upp á að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Það gerðist ekki því Haukar léku skelfilega í sókninni er leið á fyrri hálfleik. Þegar liðið náði að opna vörn Stjörnunnar skutu Haukar ýmist í Sveinbjörn Pétursson í marki Stjörnunnar eða stigu á línu. Fyrir vikið rönkuðu gestirnir úr Garðabæ við sér. Sáu að þeir áttu möguleika gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir þegar rúm mínúta var til hálfleiks 12-11. Stjarnan fór illa að ráði sínu eftir að Haukar jöfnuðu metin. Haukar misstu Adam Hauk Baumruk útaf í tvær mínútur en náðu samt að komast yfir fyrir hálfleik 13-12. Jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleik þó Haukar væru með frumkvæðið lengi vel. Haukar misstu þó hausinn um miðbik hálfleiksins þegar þeir létu augljós mistök dómara leiksins fara í taugarnar á sér. Haukar voru í sókn og höndin uppi. Sveinbjörn Pétursson varði skot Hauka í innkast en Ramunus Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson dómarar létu höndina ekki niður eins og reglur kveða á um og dæmdu í kjölfarið leiktöf. Haukar létu nánast alla dóma sem eftir lifði leiks fara í taugarnar á sér og munar um það í jöfnum leik. Þegar fimm mínútur voru eftir voru Haukar einu marki fyrir en Ólafur Gústafsson stórskytta Stjörnunnar sem er uppalinn FH-ingur skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og fagnaði ákaft með félögum sínum í leikslok. Ólafur var mjög góður í leiknum og virðist heill heilsu. Haukar söknuðu Janusar Daða Smárasonar mikið í leiknum en hann gekk til liðs við Álaborg í Danmörku í janúar. Leikmenn liðsins fengu þó nógu mörg færi í leiknum til að skora fleiri en 22 mörk en réðu illa við góðan Sveinbjörn Pétursson í marki Stjörnunnar. Króatíski risinn Ivan Ivokovic kom ekkert við sögu í leiknum. Stjarnan er nú með 13 stig líkt og Fram, Akureyri og Grótta í neðstu sætum deildarinnar. Haukar eru sem fyrr í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Ólafur: Extra mótivering fyrir mig, FH-inginnÓlafur GústafssonVísir/EyþórÓlafur Gústafsson æfði vel í fríinu síðan í desember og virðist vera búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá vellinum stærsta hluta tímabilsins til þessa. „Það var extra mótivering fyrir mig, FH-inginn, að mæta til leiks í kvöld og taka tvö stig,“ sagði glaðbeittur Ólafur Gústafsson eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Ólafur lék mjög vel í leiknum og er vonandi orðinn heill hans og Stjörnunnar vegna. „Ég er góður. Ég hef æft mjög vel í pásunni og náð að spila mig vel inn í leik liðsins. „Ég fékk smá pásu til að geta tekið síðustu fimmtán mínúturnar. Ég held að það hafi verið fín ákvörðun hjá Einari þar sem ég var heitur,“ sagði Ólafur sem skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og var hetja Stjörnunnar í leiknum ásamt Sveinbirni Péturssyni markverði liðsins. „Ég held það hafi verið 11-7 í svona tíu mínútur en við héldum í trúna. Við klúðruðum dauðafærum en vorum flottir í vörninni og náðum að saxa á þess,“ sagði Ólafur en Stjarnan kom sér inn í leikinn með frábærum lokakafla í fyrri hálfleik. „Bæði lið gerðu dýr sóknarmistök á köflum og ég held að þeir hafi gert einu fleiri en við í lokin.“ Gunnar: Við misstum hausinnHaukar virtust vera með öll völd á vellinum þegar liðið var 11-7 yfir í fyrri hálfleik en ákaflega slæmur kafli hjá liðinu gaf Stjörnunni von og gestirnir úr Garðabænum unnu sig inn í leikinn í kjölfarið. „Þar köstum við þessu frá okkur. Það vantaði drápseðlið í okkur. Við vorum með öll tök á vellinum,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka. „Ég man ekki hvort þetta voru fimm færi í röð sem við fengum einn gegn markmanni. Við klúðruðum leiknum þar. Þar köstuðum við þessu frá okkur og hleypum þeim inn í leikinn. Í staðin fyrir að vera 6 til 9 mörkum yfir í hálfleik er þetta jafn leikur. „Við missum svo hausinn á síðustu 10 mínútunum og þeir eru klókari og klára þetta verðskuldað,“ sagðu Gunnar. Dómarar leiksins þeir Þorleifur Árni Björnsson og Ramunas Mikalonis gerðu augljós mistök í leiknum sem Haukar létu fara í taugarnar á sér og varð það í raun til þess að liðið missti hausinn. „Að hluta til þá missum við einbeitinguna og verðum sjálfum okkur verstir. Brjótum klaufalega af okkur lendum mikið manni færri. Það var kannski munurinn eftir að við hleypum þeim inn í leikinn á lokakaflanum. „Það erum við sem missum hausinn en þeir halda haus og klára þetta. Það er munurinn á liðunum. Haukar söknuðu Janusar Daða Smárasonar mikið í leiknum en Gunnar segir Hauka vera með mannskap til að fylla í hans skarð. „Við skoruðum 22 mörk. Það er ekki nógu gott en við sköpum okkur nógu mörg færi til að klára þennan leik. Við þurfum bara að koma boltanum á markið. „Ég ætlast til þess að þeir leikmenn sem eru hérna stígi betur upp og axli ábyrgð. Þetta gengur ekki. Þetta var engan vegin nógu gott,“ sagði Gunnar. Króatíski risinn Ivan Ivokovic lék ekkert með Haukum í leiknum en margir bíða spenntir eftir að sjá hann í leik með Haukum. Hann sat á bekknum allan leikinn. „Hann náði bara einni æfingu fyrir leikinn og er ekki inni í neinu.“Vísir/Eyþór
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira